Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 1. október kl. 13:00. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Þátttökugjald er 1.000kr fyrir 18 ára og eldri, en 500kr fyrir 17 ára og yngri – greiðist með reiðufé á staðnum. Félagsmenn TR sem eru 17 ára og yngri fá frítt í mótið. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem krýndur verður Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Ekkert skráningarform. Skráning fer fram á staðnum og eru þátttakendur beðnir um að mæta tímanlega á skákstað.
Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur