Hilmir Freyr unglingameistari og Tara Sóley stúlknameistari



Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 20. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferðir tefldar eftir Monradkerfi en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák. Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og tóku 19 krakkar þátt: þar af 15 úr Taflfélagi Reykjavíkur, 4 úr Skákdeild Fjölnis. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, en auk þess fyrir þrjár efstu stúlkurnar. Félagsmenn í TR kepptu einnig um titilinn Unglingameistari T.R. og Stúlknameistari T.R. Að auki voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í flokki 12 ára og yngri.

Skákmótið var fámennt en góðmennt og skemmtilegt. Næstum allir krakkarnir sem tóku þátt í mótinu höfðu einnig tekið þátt í Íslandsmóti unglingasveita deginum áður og var þetta því mikil skákhelgi! Allt eru þetta krakkar sem æfa og tefla mikið og kunna til verka. Skákstjórinn hafði næstum ekkert að gera!

Eftir fjórðu umferð bauð T.R. keppendum upp á pizzu og gos og gerði það mikla lukku!

 

Sigurvegari mótsins var hinn geðþekki piltur úr Grafarvoginum, Oliver Aron Jóhannesson, Fjölni,  með 6 vinninga af 7. Hann vann 5 skákir og gerði tvö jafntefli, fyrst við Veroniku Steinunni sem hann þurfti virkilega að hafa fyrir, og síðan í síðustu umferð við Nansý. Í 2. sæti varð hinn ungi og efnilegi Hilmir Freyr Heimisson, með 5 v.  sem einnig varð efstur T.R.-inga og þar með Unglingameistari T.R. 2011.

Í 3. sæti varð Nansý Davíðsdóttir, einnig úr Fjölni, með 5 vinninga. Nansý gerði það ekki endasleppt, því hún fékk einnig 1. verðlaun í Stúlknameistaramótinu og 2. verðlaun í flokki 12 ára og yngri!

Tara Sóley Mobee varð efst T.R. stúlkna með 4 v. af 7 og varð því Stúlknameistari T.R. 2011.

Í flokki 12 ára og yngri sigraði Hilmir Freyr Heimisson, Nansý varð sem áður sagði í 2. sæti og í 3. sæti varð einn af hinum fjölmörgu efnilegu skákkrökkum T.R. Gauti Páll Jónsson.

Úrslit skákmótsins urðu annars sem hér segir:

1.     Oliver Aron Jóhannesson, Fjölni, 6 v. af 7. 1. verðlaun Unglingameistaramót

2.     Hilmir Freyr Heimisson, T.R. 5 v. 23,5 stig Unglingameistari T.R. 2011. 2. verðlaun Unglingameistaramót. 1. verðlaun 12 ára og yngri.

3.     Nansý Davíðsdóttir, Fjölni, 5 v. 23 stig. 3. verðlaun Unglingameistaramót. 1. verðlaun Stúlknameistaramót. 2. verðlaun 12 ára og yngri.

4.     Leifur Þorsteinsson, T.R. 4,5 v.

5.     Jón Trausti Harðarson, Fjölni, 4,5v.

6.     Gauti Páll Jónsson, T.R. 4,5 v. 3. verðlaun 12 ára og yngri.

7.     Svandís Rós Ríkharðsdóttir, Fjölni,  4 v. 20 stig 2. verðlaun Stúlknameistaramót

8.     Tara Sóley Mobee, T.R. 4 v. 18,5 stig. Stúlknameistari T.R. 2011. 3. verðlaun Stúlknameistaramót.

9.     Símon Þórhallsson, T.R., 4 v.

10.                       Veronika Steinunn Magnúsdóttir, T.R., 3,5 v.

11.                       Vignir Vatnar Stefánsson, T.R., 3,5 v.

12.                       Rafnar Friðriksson, T.R., 3,5 v.

13.                       Guðmundur Agnar Bragason, T.R., 3 v.

14.                       Donika Kolica, T.R., 3 v.

15.                       Andri Már Hannesson, T.R., 3 v.

16.                       Þorsteinn Muni Jakobsson, T.R., 3 v.

17.                       Þorsteinn Magnússon, T.R., 2 v.

18.                       Bárður Örn Birkisson, T.R., 2 v.

19.                       Björn Hólm Birkisson, T.R., 2 v.

 

Skákstjóri var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir sem einnig tók myndir. Nokkrir foreldrar T.R.-skákbarna aðstoðuðu við “pizzupartýið”, frágang og skákstjórn og fá þau bestu þakkir fyrir! Þetta voru þau Áróra Hrönn Skúladóttir, Bragi Þór Thoroddsen, Stefán Már Pétursson og Þórdís Sævarsdóttir.

Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir skrifaði pistilinn. 

Myndir frá mótinu

www.taflfelag.is/