Helgi Áss, Daði og Oliver tefla í alþjóðlegu hraðskákmóti TR



Undanrásir fyrir Reykjavik Chess Club – Tölvutek International Blitz 2013, alþjóðlegt hraðskákmót sem T.R. heldur í kjölfar alþjóðlega Stórmeistaramótsins, fóru fram í gær.  Tefldar voru níu umferðir og fóru leikar þannig að stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sýndi fádæma öryggi og varð efstur með fullt hús vinninga.  Annar með 7,5 vinning varð TR-ingurinn Daði Ómarsson og í þriðja sæti með 6,5 vinning varð hinn ungi og efnilegi Oliver Aron Jóhannesson sem sigraði meðal annars alþjóðlega meistarann Guðmund Kjartansson.  Þetta er ekki fyrsta sinn sem Oliver sýnir hversu sterkur hraðskákmaður hann er og skýtur þar mörgum kempum ref fyrir rass.

Það verður að segjast að furðu vekur hversu slök mætingin var en aðeins þrettán keppendur mættu til leiks og þá er miður að skákmenn skuli skrá sig til leiks en sýna sig svo ekki á skákstað, eitthvað sem er mjög umhugsunarvert.  Þarna var kjörið tækifæri til að vinna sér inn rétt til að taka þátt í sterku lokuðu alþjóðlegu hraðskákmóti þar sem skákmenn með yfir 2600 Elo stig eru meðal þátttakenda og það nýttu þeir Helgi Áss, Daði og Oliver Aron sér svo sannarlega.  Taflfélag Reykjavíkur óskar þeim til hamingju með árangurinn og sendir þeim baráttukveðjur fyrir úrslitamótið sem fer fram 9. október.

 

Lokastaða

 

Name                        Rtg Loc Score M-Buch. Buch. Progr.
1  Grétarsson, Helgi Áss 2460       9 32.5 42.5 45.0
2  Ómarsson, Daði 2249      7,5 34.0 44.5 35.0
3  Jóhannesson, Oliver Aron 2007      6,5 31,5 41.0 32.0
4  Ragnarsson, Jóhann H 2037       6 34.5 44.0 27.0
5.-6. Berg, Rúnar 2125      5,5 34.0 43.5 28.0
Ólafsson, Þorvarður Fannar 2266      5,5 24.0 32.0 23.0
7 Kjartansson, Guðmundur 2434       5 32.5 42.0 25.0
8.-10. Ómarsson, Kristófer 1598       4 37.0 48.5 25.0
Atonsson, Atli 1887       4 32.5 43.0 21.0
Traustason, Ingi Tandri 1817       4 30,5 40.0 19.0
11 Ptacnikova, Lenka 2237       3 28,5 38.0 13.0
12 Kristbergsson, Björgvin 1169       2 30,5 38.5 14.0
13 FUMEY, Enyonam Sewa Noel 1200       1 31.0 39.0 8.0