Hannes í hópi efstu manna á Rvk open



Þegar sex umferðum er lokið á Reykjavíkurmótinu er Hannes Hlífar Stefánsson (2563) í 5.-12. sæti með 4,5 vinning eftir góðan sigur á ítalska alþjóðlega meistaranum, Denis Rombaldoni (2418), í sjöttu umferð sem fram fór í gær.  Hannes mætir stigahæsta keppanda mótsins, Alexander Areshchenko (2673), í sjöundu umferð.

Hannes var eini á meðal TR meðlima sem sigraði í sjöttu umferðinni en Guðmundur Kjartansson (2365), Þröstur Þórhallsson (2442), Björn Jónsson (2012), Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1775), Páll Andrason (1564) og Víkingur Fjalar Eiríksson (1882) gerðu öll jafntefli í sínum skákum.  Geirþrúður hefur staðið sig mjög vel og er sem stendur með 39 stig í stigagróða og árangur sem samsvarar 2075 skákstigum.

Stefán Kristjánsson (2472), Kristján Örn Elíasson (1940), Frímann Benediktsson (1939) og Birkir Karl Sigurðsson (1355) töpuðu sínum skákum.

Úkraínski stórmeistarinn, Yuriy Kryvoruchko (2604) leiðir mótið með 5,5 vinning en þrír skákmenn eru jafnir í 2.-4. sæti með 5 vinninga.

 

Sjöunda umferð fer fram í dag og hefst kl. 16 en teflt er í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins og heimasíðu Skáksambands Íslands.