Opið hús í TR, Faxafeni 12, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. Þá heldur Friðrik Ólafsson fyrirlestur sinn á skákæfingum fullorðinna sem haldnar hafa verið frá því síðasta haust. Fyrirlestur Friðriks verður þó öllum opinn.
Streymt verður frá fyrirlestrinum þannig að þeir sem komast ekki geta fylgst með á netinu. Hlekkur á streymið verður settur hér í fréttina, bæði á skak.is og taflfelag.is
Friðrik þarf vart að kynna íslenskum skákmönnum, en hann er fyrsti stórmeistari Íslands og fyrrverandi forseti Fide. Árið 2020 komu út tvær bækur um feril hans og ævi. Vefsíða til heiðurs Friðriks: http://skaksogufelagid.is/
Þáttökugjöld 1000kr inn eins og vanalega (fyrir þá sem mæta á staðinn) en frítt fyrir 17 ára og yngri, og alla félaga í Taflfélagi Reykjavíkur.