Skákmenn þekkja vel þá ljúfu tilfinningu sem fylgir því að koma auga á laglega fléttu til að klekkja á andstæðingnum. Flétturnar geta verið af ýmsu tagi; allt frá örfáum leikjum upp í lengri og flóknari leikjaraðir sem ýmist gefa unnið tafl eða verulega stöðulega yfirburði. Sterkir skákmenn vita hvenær á að leita að fléttum (taktík), þeir vita hvenær staðan er líkleg til að innihalda taktíska möguleika.
Þó ber að hafa í huga að fallegur fléttuleikur, s.s. liðsfórn, þarf ekki alltaf að vera fullkomlega nákvæmur, þ.e. hann þarf ekki ganga upp gegn bestu vörn andstæðingsins. Galdurinn er sá að leikurinn sé nægilega óþægilegur fyrir andstæðinginn svo hann þurfi að hafa verulega fyrir því að finna umrædda vörn. Ein lítil mistök í slíkum stöðum nægja oft til að skákinni ljúki.
Oftar en ekki er fléttunum beint gegn kóngi andstæðingsins sem stendur þá gjarnan illa eða er fáliðaður af varnarmönnum. Hæg liðsskipan gefur andstæðingnum aukna möguleika á fléttum til að auka sóknarþunga sinn þar sem hann þarf litlar áhyggjur að hafa af mótsvari í tíma.
Fjörið í skákir Skákþingsins hefur ekki vantað og er af mörgu að taka. Hér fylgja til gamans fáeinar stöður úr fjórðu umferð sem buðu upp á „flugelda“. Lesendur geta spreytt sig á stöðunum en leikirnir liggja mismikið í augum uppi og eru af ýmsum toga. Skákirnar er svo hægt að nálgast í tenglum hér að neðan en það er Kjartan Maack sem slær þær inn af miklu harðfylgi og bendir jafnframt á athyglisverðar skákir.
Haukur Sveinsson – Birkir Karl Sigurðsson. Menn hvíts standa illa oggeta illa varið kónginn. Birkir Karl nýtir sér það hér til fulls. Svartur á leik.Einar Hjalti Jensson – Atli Jóhann Leósson. Opin staðan býður hættunniheim fyrir kóng svarts sem er fastur á miðborðinu. Einar er sókndjarfurmeð afbrigðum og nýtir sér það. Hvítur á leik.Felix Steinþórsson – Halldór Atli Kristjánsson. Biskupar hvíts eru vígalegir.Felix lýkur skákinni á skemmtilegan hátt. Hvítur á leik.
Gauti Páll Jónsson – Haraldur Baldursson. Er skjól svarta kóngsins
nægilegt? Gauti Páll kallar ekki allt ömmu sína og ræðst til atlögu.
Hvítur á leik.
Jón Viktor Gunnarsson – Lenka Ptacnikova. Léttmenni hvíts eru í árásarham.Jón Viktor kann’etta. Hvítur á leik.Ólafur Gísli Jónsson – Bárður Örn Birkisson. Sókndjarfur barnalæknirinnslær hendinni ekki móti svona tækifæri. Hvítur á leik.Stefán Bergsson – Friðgeir Hólm. Beygla svarts er veruleg. Stefán Bergssoner athyglisverður náungi og kemur hér með sleggju. Hvítur á leik.Bjarki Arnaldarson – Veronika Steinunn Magnúsdóttir. Veronika er hér meðunnið tafl og klárar dæmið snyrtilega. Svartur á leik.