Kappskákir
Næsta kappskákmót gekk ágætlega fyrir sig og 1. maí, þegar mótinu skyldi lokið, voru vinningar taldir saman. Sigurvegari reyndist vera Jón Baldvinsson, Eggert Guðmundsson Gilfer í öðru sæti og Þorlákur Ófeigsson í því þriðja.
Nú höfðu fjölmargir nýir félagar verið teknir inn og hófu þeir þátttöku í kappskákum og æfingum. Þegar næsta kappskákmóti lauk, var Jón Baldvinsson enn á ný sigursæll, Sumarliði Sveinsson lenti í öðru sæti og Ágúst Pálmason í því þriðja.
Kappskákir héldu síðan áfram, en um áramót var einni skák ólokið, en öllum skákum varð þá að vera lokið samkvæmt lögum. Kom það því í hlut dómnefndar að ákveða, hvor þeirra tveggja keppenda, sem átti ólokið skák, skyldi dæmdur úr leik, Sumarliði Sveinsson eða Kristinn Auðunsson.
Jón Baldvinsson var öruggur sigurvegari með 17 vinninga, en Sumarliði hafði 15 í öðru sæti, en nefndin beið með að ákveða 2. verðlaun, uns þeirri skák væri lokið. Hún breytti þó engu og varð Sumarliði í 2. sæti og Þorlákur Ófeigsson í þriðja.
Jón Baldvinsson varaformaður tók nú við formennsku, en hann fékk einnig þann heiður, að fá 1. verðlaunagripinn til eignar, eftir að hafa unnið 1. verðlaun þrisvar í röð. Jón Jónsson fékk flest atkvæði í stöðu gjaldkera (áður féhirðis) og Guðmundur Gunnlaugsson var kjörinn ritari.
Nú var komið að áframhaldandi kappskákum, þar sem teflt var um silfurskjöld með ágreiptu taflborði. Sú nýbreytni var nú samþykkt, að „einn teflir við alla og allir við einn, eitt tafl við hvern”, í stað þriggja. Jón Baldvinsson varð nú ekki jafn virkur og áður og börðust Sigurgeir Jónsson og Sumarliði Sveinsson um efsta sætið í mótum félagsins.
Haustið 1911 flutti félagið sig enn um set og fengu inn á „Ingólfi”. Nú virðist hafa verið komin þreyta í félagið, jafnframt því, að fremstu „leikmenn” félagsins tóku orðið sífellt minna þátt í mótum þess, enda höfðu þeir í nógu að snúast á mótum stóra bróður, Taflfélags Reykjavíkur.
Á aðalfundi Skákar 8. janúar 1912 var það samþykkt samhljóða, að „steypa saman fjelaginu við ,Taflfjelag Reykjavíkur’, þar sem flestir meðlimirnir voru líka meðlimir í því fjelagi…”.
Félagarnir í Skák voru aldrei verulega margir, en í viðveruskrá félagsins voru sjaldan fleiri en 15 skákmenn skráðir með nafnakalli. Þeir voru hinsvegar áhugasamir mjög og áttu eftir að verða meðal atorkusömustu „leikmanna” Taflfélags Reykjavíkur.
Aðdragandinn að stofnun Skákar
Út til fjöldans
Nýtt taflfélag í Reykjavík
Félagið Skák
Ekki er ljóst af heimildum, hvar stofnfundarstaður Skákar var, en fljótlega að minnsta kosti var taflmennskan háð í herbergi að Bergstaðastræti 3, hjá Ásgrími Magnússyni skólastjóra.
Félagið var byggt upp af áhugasömum einstaklingum sem lögðu sitt eigið fé til starfseminnar, því þá datt engum í hug að leita eftir styrkjum eða öðrum greiðslum frá hinum opinbera eða fyrirtækjum. Slíkir styrkir hefðu hvort sem væri aldrei fengist samþykktir og varla teknir til umræðu.
Félagið Skák þurfti því að sjá um sig sjálft og virðist það hafa gengið ágætlega, þegar málin eru skoðuð. Félagsmenn einir máttu iðka skáklistina á keppnum félagsins og þurftu menn, sem ganga vildu í hópinn, að sækja um það sérstaklega og hljóta samþykkt félagsmanna. Félagar í Skák greiddu ársgjald sitt með jöfnum mánaðarlegum afborgunum, 25 aura á mánuði, eða þrjár krónur á ári.
Þar sem félagið var, þrátt fyrir allt, fámennt, var það grundvöllur starfseminnar, að félagsmenn væru virkir. Því var það brottrekstrarsök að skrópa á fundi oftar en einu sinni í mánuði, án þess að geta sýnt „vottorð”, eins og segir frá í lögum félagsins.
Lög félagsins:
Tilgangur félagsins er að iðka tafllist. Félagið heldur fundi í þeim tilgangi svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en einu sinni í viku hverri.3. gr.
Hvern þann sem óskar að ganga í félagið, skal bera upp á fundi til samþyktar.
4. gr.
Í stjórn félagsins skulu kosnir þrír menn, formaður, ritari og féhirðir; skulu þeir kosnir til eins árs í senn, og annast þeir framkvæmdir félagsins milli funda í sameiningu. Kosnir skulu og jafnmargir í vara stjórn.
5. gr.
Inngangsgjald er 0,50 og greiðist ekki annað gjald fyrir þann mánuð. Árstillag er kr. 3,00 og greiðist féhirði fyrirfram með 0,25 á mánuði.
6. gr.
Borgi félagsmaður ekki gjald í tvo mánuði samfleytt, ber að skoða hann sem genginn úr félaginu.
7. gr.
Aðalfund skal halda í janúar ár hvert; skýrir stjórnin þar frá gerðum félagsins á hinu liðna ári. Þar skal og kosin stjórn félagsins og varastjórn.
8. gr.
Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á fundinum.
9. gr.
Leysist félagið upp, rennur það sem vera kann í sjóði til heilsuhælisins á Vífilstöðum.
Ágúst Pálmason, Þorlákur Ófeigsson, Hallbjörn Halldórsson o.fl skrifuðu undir.
Á 2. fundi félagsins, 30. júní, var Eggert Guðmundsson tónlistarmaður tekinn í félagið. Hann er, meðal skákmanna, betur þekktur sem Eggert Gilfer, sjöfaldur Íslandsmeistari. Fundarmenn voru greinilega kappsfullir, því þá var samþykkt tillaga frá Einari Ágústi nokkrum um, að 5 aura sekt hlytist, ef menn mættu ekki á fundi, „að undanteknu einu kveldi í mánuði og sé maður veikur eða ekki [í] bænum.”
Félagið var nú greinilega komið á fæturnar og þá var komið að því að tefla. Á 3. félagsfundi, 2. júlí voru engar umræður, „aðeins æfingar.” Næstu fundi voru umræður fáar, en þess meira lagt upp úr taflmennsku.
Mótahald Skákar
Fundir gengu vel og voru vel sóttir í hinum nýju húsakynnum, þar sem skiptust á æfinga- og kappskákir. Á 53. fundi, 22. desember, var fyrsta kappskákmótinu lokið með sigri Þorláks Ófeigssonar, sem fékk 14 vinninga af 16 mögulegum, í öðru sæti varð Eggert Guðmundsson (Gilfer) með 13 vinninga og Ágúst Pálmason í þriðja sæti með sama vinningafjölda, en tapaði fyrir Eggerti í einvígi um 2. sætið. Kappskákafyrirkomulagið hafði verið í endurskoðun frá haustdögum og hafði sérstök nefnd komið saman til að ræða breytingar.
Aðalfundur var haldinn í ársbyrjun og átti félagið þá 5,90 krónur í sjóði. Ný stjórn var kosin, þar sem Ágúst Pálmason hélt áfram starfi sem formaður, Eggert Guðmundsson (Gilfer) var kosinn ritari og Jón Jónsson féhirðir. Til vara voru kosnir Jón Baldvinsson, Guðmundur Gunnlaugsson og Magnús Magnússon.
Félagsmenn virðast hafa verið sannspáir um framtíðina, því ákveðið var að kjósa dómnefnd, sem skera skyldi úr um í ágreiningsmálum við borðið, þ.e.a.s. mótsstjórn. Dómnefndina skipuðu Jón Baldvinsson, Þorlákur Ófeigsson og Þórður Þorsteinsson. Þrír voru kosnir til vara.
Merkilegasta samþykktin sneri þó að lögum „um kappskákir í félaginu Skák”.
1. gr. Rétt til að taka þátt í kappskákunum hefir hver lögmætur félagsmaður. Enginn er skyldur til þess og ganga má hver teflandi frá kappskákunum þegar hann vill.
2. gr. Allir tefla við einn og einn við alla, þrjú töfl við hvern.
3. gr. Fylgja skal við kappskákirnar skákreglum próf. W. Fiskes og skýringum hans, með þessari viðbót við 12. gr þeirra; En byrja skal töluna af nýju ef annarhvor drepur eða vekur upp mann.
4. gr. Tefla skal kappskákir þrisvar á ári. 1. kappskákum skal lokið 1. maí, 2. kappskákum 1. sept. og 3. kappskákum 1. jan. Dómnefndin ákveður hvenær þær skuli byrja í hvert sinn.
5. gr. Gangi keppandi frá kappskákum áður en þeim er lokið, eða hafi hann ekki á ákveðnum tíma teflt við alla, sem hafa gefið honum færi á því þá hefir hann fyrirgjört rétti sínum til verðlauna og skal ekekrt tillit tekið til þeirra skáka, sem við hann hafa verið tefldar, fremur en hann hefði ekki tekið þátt í kappskákunum. Þó má hann skjóta því undir úrskuð dómnefndar og má hún gjöra undantekingar undan þessari grein, ef sérstakar ástæður eru til.
6. gr. Verðlaun eru þrenn: m[i]nnispeningar með áletran. Vinni sami maður verðlaun þrisvar í röð, eignast hann þann verðlaunapeninginn.
7. gr. Tefla má kappskákir utan félagsfunda, ef báðir aðilar eru á það sáttir. En vera skulu þá 2 félagsmenn viðstaddir sem vottar, og skal sinn teflanda nefnda hvorn til.
8. gr. Á aðalfundi ár hvert skal kjósa 3 menn í dómnefnd, og auk þessa þrjá varamenn. Dómnefndin stjórnar kappskákunum, sker úr öllum ágreiningi er rísa kann út afþ eim og dæmir um hverjir hljóta skuli verðlaun. Varamaður gengur [í] dómnefnd, ef nefndarmaður er ekki viðstaddur, eða á hlut að máli því, sem dómnefndin á að skera úr.
9. gr. Enginn má breyta í reglum þessum, né við þær auka, nema á aðalfundi utan ákvæði 2. gr. um fjölda kappskáka sem fundarályktun ræður í hvert sinn.
Einnig var ákveðið, að „greini teflendurnar á í slíkum skákum og vottarnir fái ekki sættum á komið, skal skrásetja taflið, ein sog það stendur þegar ágreiningurinn rís og leggja svo undir úrskurð dómnefndar á næsta fundi.
Þessar voru reglur Skákar um kappskákir. Kappskákirnar gengu vel, en eitthvað leið mönnum verr í hinum stóru salarkynnum Bárunnar, en í herberginu hjá Ásgrími skólastjóra. Flutti félagið því starfsemi sína aftur upp í Bergstaðastræti 3 í janúarlok 1910, eftir 60. “fund” þess. Segir svo í fundargerð 61. fundar, 30. janúar: „Fluttir Bergstaðastíg 3.”