Gauti Páll Jónsson vann í gær sinn fyrsta sigur á erlendri grund þegar hann hafði betur gegn Finnanum Juhani Halonen (1773) í fimmtu umferð Evrópumóts ungmenna sem fram fer í Batumi í Georgíu. Virkilega flott hjá Gauta eftir að hafa lotið í gras í þriðju og fjórðu umferð. Gauti hefur 1,5 vinning í 73.-79. sæti en þrír skákmenn leiða með 4,5 vinning. Sjötta umferð fer fram nú á eftir og hefst kl. 11 en þá hefur Gauti Páll hvítt gegn Norðmanninum Eskil Ekeland Gronn (2015).
Oliver Aron Jóhannesson og Símon Þórhallsson tefla í sama flokki og Gauti Páll og er Oliver með 2,5 vinning en Símon 2 vinninga. Í flokki 18 ára og yngri hefur Dagur Ragnarsson 1 vinning.
Rétt er að benda á líflega facebook-síðu Gauta Páls þar sem fylgjast má með gangi mála hjá okkar manni eystra.