Eiríkur Örn Brynjarsson varð hlutskarpastur á síðastliðnu fimmtudagsmóti, með fimm sigra og tvö jafntefli, og var jafnframt eini taplausi keppandinn.
Elsa María leiddi mótið lengi vel, en hún tapaði einungis fyrir Eiríki. Hún fékk einnig 6 vinninga, en var lægri á stigum. Í þriðja sæti var svo Jón Úlfljótsson með 5 vinninga.
Þátttakendur voru 21 á þessu hvassviðrasama kvöldi. En eins og allir vita er bara notalegt að tefla þegar veðrið er snarvitlaust og auk þess er alltaf heitt á könnunni og meðlæti fyrir unga sem aldna á Fimmtudagsmótunum í T.R.
Skákstjóri var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Úrslit:
1. Eiríkur Örn Brynjarsson 6 v. af 7.
2. Elsa María Kristínardóttir 6 v.
3. Jón Úlfljótsson 5 v.
4. Páll Andrason 4,5 v,
5. Hörður Aron Hauksson 4,5 v.
6. Oliver Aron Jóhannesson 4 v.
7. Stefán Már Pétursson 4 v.
8. Jón Trausti Harðarson 4 v.
9. Birkir Karl Sigurðsson 4 v.
10. Patrekur M. Magnússon 4 v.
11. Jon Olav Fivelstad 4 v.
12. Kristinn Andri Kristinsson 3,5 v.
13. Vignir Vatnar Stefánsson 3 v.
14. Gunnar Ingibergsson 3 v.
15. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 3 v.
16. Óskar Long Einarsson 3 v.
17. Kjell Vaalerhaugen 3 v.
18. Eyþór Trausti Jóhannsson 3 v.
19. Ingvar Vignisson 2,5 v.
20. Björgvin Kristbergsson 2 v.
21. Pétur Jóhannesson 1 v.