Öllum viðburðum Taflfélags Reykjavíkur hefur verið aflýst um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar, sem og samkomubanns sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á.
Þar á meðal gildir að:
Skákæfingar barna falla niður frá og með laugardeginum 14. mars.
Skákmóti öðlinga er lokið með 5 tefldum umferðum af 7. Núverandi staða keppenda gildir sem lokastaðan í mótinu.
Þriðjudagsmót falla niður frá og með 17. mars.
Fyrsta mót Brim mótaraðarinnar 10.-12. apríl fellur niður.
—
Dagskrá verður auglýst þegar starfsemi hefst á ný.