Æfingar fyrir 16 ára og eldra halda áfram, og hefjast mánudaginn 17. janúar. Haldnir eru hálfsmánaðarlegir fyrirlestrar í hvorkum flokki. Annars vegar í flokki I annan hvern mánudag fyrir skákmenn á styrkleikanum ca. 1000-1600 elo-stig og hins vegar annan hvern fimmtudag í flokki II, hentugir fyrir skákmenn yfir 1600 stigum. Eftir um klukkutíma fyrirlestur er sett upp lítið hraðskákmót. Æfingarnar hefjast klukkan 19:30 og þeim lýkur um klukkan 21:30. Umsjón með flokki I hefur Ingvar Þór Jóhannesson, Fide meistari, reyndur þjálfari og landsliðsþjálfari Íslands í skák. Ýmsir sterkir skákmenn verða fengnir til að halda fyrirlestra í flokki II. Ekki er tekið við skráningum í þessar æfingar, heldur mun kosta 1000kr. á hvern fyrirlestur.
Fyrirlestrarnir fara fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Skákmenn geta skráð sig á póstlista æfinganna þar sem sendur verður tölvupóstur hálfsmánaðarlega með áminningu um æfingar vikunnar, og upplýsingar um hver sé fyrirlesrari vikunnar í flokki II.
Gauti Páll Jónsson sér um skipulag æfinganna. Netfang: gauti.pj@hotmail.com
Dagskrá í Flokki I:
Mánudagurinn 17. janúar klukkan 19:30, Mánudagurinn 31. janúar klukkan 19:30
Mánudagurinn 14. febrúar klukkan 19:30, Mánudagurinn 28. febrúar klukkan 19:30
Mánudagurinn 14. mars klukkan 19:30, Mánudagurinn 28. mars klukkan 19:30
Mánudagurinn 11. apríl klukkan 19:30, Mánudagurinn 25. apríl klukkan 19:30
Mánudagurinn 9. maí klukkan 19:30, Mánudagurinn 23. maí klukkan 19:30
Dagskrá í Flokki II:
Fimmtudagurinn 20. janúar klukkan 19:30 – Guðmundur Kjartansson
Fimmtudagurinn 3. febrúar klukkan 19:30 – Þröstur Þórhallsson
Fimmtudagurinn 17. febrúar klukkan 19:30 – Hannes Hlífar Stefánsson
Fimmtudagurinn 3. mars klukkan 19:30 – (Íslandsmót skákfélaga)
Fimmtudagurinn 17. mars klukkan 19:30 – Daði Ómarsson
Fimmtudagurinn 31. mars klukkan 19:30 – Friðrik Ólafsson
Fimmtudagurinn 14. apríl klukkan 19:30 – Jón Viktor Gunnarsson
Fimmtudagurinn 28. apríl klukkan 19:30 – Stefán Bergsson
Fimmtudagurinn 12. maí klukkan 19:30 – Ingvar Þór Jóhannesson
Fimmtudagurinn 26. maí klukkan 19:30 – Hjörvar Steinn Grétarsson