Þessa dagana er margt í gangi hjá Taflfélagi Reykjavíkur og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Skákmót öðlinga (fyrir 40 ára og eldri) byrjaði 19. mars, Vormót TR og Wow air byrjar á mánudaginn kemur 31. mars og Páskaeggjasyrpa TR og Nóa Síríusar fyrir grunnskólakrakka hefst núna á sunnudaginn, 30. mars!
Lítum aðeins betur á Páskaeggjasyrpuna og dagskrá skákæfinganna fram á vor. Páskaeggjasyrpan er upplagt skákmót fyrir krakka sem hafa úthald í að tefla 6 skákir með 10. mínútna umhugsunartíma (með hléum á milli skáka, ef þau klára fljótt sínar skákir). Við hvetjum að sjálfsögðu alla krakka sem sækja skákæfingar TR, stelpur og stráka, að skrá sig sem allra fyrst! Skákmótin fara fram 3 sunnudaga í röð en nánar má lesa um Páskaeggjasyrpuna hér.
Dagskráin í TR fram á vor lítur því þannig út:
Laugardaginn 29. mars
Skákæfingar á laugardögum að venju (Stelpuskákæfing kl. 12.30-13.45; Opin laugardagsæfing kl. 14 -15.15; Félagsæfing kl. 15.15-16. Afrekshópur kl. 16.)
Sunnudaginn 30. mars
Páskaeggjasyrpa – Skákmót nr 1! Skráning í fullum gangi á heimasíðu TR! Hefst kl. 14 og klárast milli 16 og 16.30.
Laugardaginn 5. apríl
Skákæfingar á laugardögum að venju.
Sunnudaginn 6. apríl
Páskaeggjasyrpa – Skákmót nr 2! Skráning í fullum gangi á heimasíðu TR! Hefst kl. 14 og klárast milli 16 og 16.30.
Laugardaginn 12. apríl
Skákæfingar á laugardögum að venju.
Sunnudaginn 13. apríl
Páskaeggjasyrpa – Skákmót nr 3! Skráning í fullum gangi á heimasíðu TR! Hefst kl. 14 og klárast milli 16 og 16.30.
Laugardaginn 19. apríl
PÁSKAFRÍ! (engar skákæfingar þennan laugardag, daginn fyrir páskadag).
Laugardaginn 26. apríl
Skákæfingar á laugardögum að venju.
Laugardaginn 3. maí
VORHÁTÍÐARSKÁKÆFING! – Uppskeruhátíð – síðasta skákæfing vetrarins. Verður auglýst nánar síðar.
Endilega verið með í Páskaeggjasyrpunni sem hefst á sunnudaginn kemur!
En við sjáumst fyrst á skákæfingunum á laugardaginn!