Atskákmótin í TR færast yfir á fimmtudaga í janúar og febrúar. Gestamót Hugins og Breiðabliks verður á þriðjudögum, en að því loknu færast mótin aftur á gömlu góðu þriðjudagskvöldin. Skákirnar fara fram klukkan 19:30 og þáttökugjald er 500kr. en ókeypis fyrir 17 ára og yngri. Tefldar eru fjórar skákir með tímamörkunum 15+5.
Dagskrá mótanna í janúar og febrúar:
- mót fimmtudaginn 9. janúar
- mót fimmtudaginn 16. janúar
- mót fimmtudaginn 23. janúar
- mót fimmtudaginn 30. janúar
- mót fimmtudaginn 6. febrúar
- mót fimmtudaginn 13. febrúar
- mót fimmtudaginn 20. febrúar
- mót þriðjudaginn 25. febrúar
Og eftir það á þriðjudögum.