Atskákmótin í TR færast yfir á fimmtudaga í janúar og febrúar



Atskákmótin í TR færast yfir á fimmtudaga í janúar og febrúar. Gestamót Hugins og Breiðabliks verður á þriðjudögum, en að því loknu færast mótin aftur á gömlu góðu þriðjudagskvöldin. Skákirnar fara fram klukkan 19:30 og þáttökugjald er 500kr. en ókeypis fyrir 17 ára og yngri. Tefldar eru fjórar skákir með tímamörkunum 15+5.

Dagskrá mótanna í janúar og febrúar:

  1. mót fimmtudaginn 9. janúar 
  2. mót fimmtudaginn 16. janúar 
  3. mót fimmtudaginn 23. janúar  
  4. mót fimmtudaginn 30. janúar 
  5. mót fimmtudaginn 6. febrúar 
  6. mót fimmtudaginn 13. febrúar 
  7. mót fimmtudaginn 20. febrúar  
  8. mót þriðjudaginn 25. febrúar 

Og eftir það á þriðjudögum.