Arnar sigurvegari á Árbæjarsafnsmótinu



Stórmót Árbæjarsafnins og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í Kornhlöðunni sunnudaginn 1. september. Alls mættu 31 keppandi til leiks og af þeim voru 8 titilhafar.

Starfsfólk safnins tóku vel á móti kepepndum með kökur og rjúkandi heitt á könnunni.TR sá um mótið með smá aðstoð við að raða upp frá þeim sem mættu snemma.

Skákstjórinn fellur alltaf í sömu gildruna þegar hann er kominn á safnið: Hann sér fyrir sér kóngsbragð, Ítalska leikinn og fornir í öllum skákum. Bara rugl…Mótið var óvenju sterkt og jafnt.

Eingöngu Arnar Gunnarsson skar sig úr og gaf bara kost á einu jafntefli og kom nokkuð örugglega fyrstu í mark með 6,5 vinning.

Jafnir í 2-6. sæti með 5 af 7 voru:
Hilmir Freyr Heimisson,
Bragi Halldórsson,
Halldór B. Halldórsson,
Róbert Lagerman og
Björn Holm Birkisson

Aðrir fengu minna!Við þökkum starfsfólki Árbæjarsafnsins fyrir samstarfið og hlökkum til að mæta aftur að ári.

Taflfélag Reykjavíkur

Mótið á chess-results