Alexander og Gauti Páll efstir á kvöldmótum vikunnar!



Góð mæting hefur verið á vikumótin í Taflfélaginu í sumar. Þriðjudaginn 2. júlí mættu 18 skákmenn til leiks og fékk þar Alexander Oliver Mai fullt hús vinninga og 37 stiga hagnað í atskákstigum. Emil Sigurðarson fékk 4 vinninga og þeir Björn Hólm Birkisson og Kristófer Orri Guðmundsson fengu 3.5 vinning. Bestum árangri náði Vignir Óli Gunnlaugsson, einn af þessu ungu og efnilegu í TR sem hefur verið duglegur að mæta á mótin í Taflfélaginu. 

 

Þriðjudagsmótið á chess-results

 

Fimmtudaginn 4. júlí mættu 20 manns. Gauti Páll fékk þar 8.5 vinning sem dugði til sigurs. Næstur í röðinni var Benedikt Briem með 8 vinninga og sigurvegarinn frá því á þriðjudeginum, Alexander, fékk 7 vinninga. Dagur Sverrisson fékk árangursverðlaunin en hann er bara 8 átta ára gamall en mjög iðinn við að mæta á þau skákmót sem í boði eru. 

 

Fimmtudagsmótið á chess-results