Guðmundur Kjartansson (2356) fer hamförum á Skoska meistaramótinu sem fram fer í Edinborg en í fjórðu umferð sigraði hann indverska stórmeistarann Magesh Chandran Panchanath (2493) í mjög skemmtilegri skák. Guðmundur stýrði hvítu mönnunum og tefldi hvasst gegn Indverjanum, fórnaði manni í 19. leik og náði stórsókn í kjölfarið sem varð til þess að Indverjinn gafst upp eftir 34 leiki. Guðmundur vann einnig indverskan stórmeistara í þriðju umferðinni eins og áður hefur verið sagt frá. Aron Ingi Óskarsson (1876) vann Skotann Maryann McDonald (1469) og er því kominn á blað.
Guðmundur er einn efstur með með fullt hús eftir fjórar umferðir en Aron Ingi er í 71. – 84. sæti með 1 vinning.
Á morgun mætir Guðmundur slóvenska stórmeistaranum Jan Markos (2555) en Aron teflir við Skotann Christopher McIntee (1758). Skák Guðmundar verður í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins.
Heimasíða mótsins
Skákirnar í beinni