Þátttaka var mjög góð en 23 skráðu sig til leiks og var mótið mjög sterkt, að öllum líkindum það sterkasta hingað til. Það voru 7 keppendur með vel yfir 2000 hraðskákstig en IM Bernhard Beyer frá þýskalandi var gestakeppandi. Telfdar voru 10 umferðir með tímamörkunum 3+2. Baráttan var mjög hörð allt mótið en að lokum voru það 4 keppendur sem stóðu uppi með 8 vinninga, Gauti Páll Jónsson, IM Bernhard Bayer, Birkir Ísak Jóhannsson og Alexander Oliver Mai og var það Gauti Páll vann mótið með hálfu stigi (tie break). Vel að verki staðið hjá Gauta en hann hækkar um 41 hraðskákstig fyrir árangurinn. Alexander Oliver Mai hækkar um 44 stig sem er frábær árangur en Vignir Óli Gunnlaugsson hækkaði mest alla fyrir sinn árangur eða tæp 72 stig – glæsilegt!
Hér er mótið á chess-results.
– Guðlaugur Gauti Þorgilsson, skákstjóri
Ingvar Þór Jóhannesson skrifaði líka nokkur orð um mótið á Facebook:
Vinningshafar á Billiardbarinn-vikunni hjá TR. Alexander Oliver Mai tók þriðjudagsmótið og heildarkeppnina í vikunni. Gauti Páll Jónsson vann jafnt, spennandi og vel skipað hraðskákmót í kvöld á oddastigum þar sem fjórir voru jafnir, þar á meðal þýskur alþjóðlegur meistari, Bernhard Bayer, sem heimsótti mótið óvænt. Aðrir með 8 voru Alexander og Birkir Ísak. Vignir Óli Gunnlaugsson náði bestum árangri miðað við eigin stig og Helgi Hauksson fékk útdráttarverðlaun sem var aðeins í boði fyrir þá sem mættu á bæði mótin.
Taflfélag Reykjavíkur þakkar Billanum kærlega fyrir stuðninginn!