Mánaðahraskákmót TR munu hefja aftur göngu sína á næstunni. Eitt hraðskákmót í mánuði. Taflmennskan hefst klukkan 19:30 á sunnudagskvöldum og tefldar verða 9 hraðskákir með tímamörkunum 3+2. Mótin verða reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. 1000 krónur inn fyrir fullorðna og 500 fyrir 17. ára og yngri, þátttökugjald rennur að mestu leyti í verðlaun.
Fyrsta mánaðarhraðskákmótið verður sunnudaginn 13. nóvember klukkan 19:30.