Atskákkeppni Taflfélaga 8.-9. nóvember!



Atskákkeppni Taflfélaga verður haldin í ár af Taflfélagi Reykjavíkur, en mótið hefur legið í dvala í þónokkur ár. Í staðinn fyrir einstaka viðureignir og útsláttarkeppni verður stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt mánudagskvöldið 8. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 9. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 9. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Stuðst er við fyrirkomulag Fjölnis sem heldur Hraðskákkeppni Taflfélaga.

 

Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt verður á 6 borðum auk varamanna. Varamaður kemur alltaf inn á, á neðsta borð. Hvert lið má senda allt að 3 sveitir til leiks. Þáttökugjald á sveit er 10.000 krónur, en ókeypis er fyrir þriðju sveit hvers liðs.

 

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Það lið sem hlýtur flesta vinninga er Íslandsmeistari skákfélaga í atskák 2021. Ef lið verða jöfn á vinningum skera matchpoint stig og innbyrðis viðureignir úr um röð sveita. Eftir enn er jafnt eftir þessi Tie-break verður haldin aukakeppni um titilinn. 

 

Skráningarform

 

Skráð lið