Arnljótur Sigurðsson sigraði á fimmtudagsmóti TR



Hart var barist á atskákmóti TR síðastliðinn fimmtudag, engin grið gefin og ekki eitt einasta jafntefli leit dagsins ljós! Þeir Arnljótur Sigurðsson og Jon Olav Fivelstad börðust helst um sigurinn og sá fyrrnefndi steig stórt skref með sigri á Jon Olav strax í 2. umferð. Svo fór að Arnljótur varð efstur, þrátt fyrir tap í afar mikilúðlegri skák í síðustu umferð gegn Aðalsteini Thorarensen. Í öðru sæti með jafnmarga vinninga varð áðurnefndur Jon Olav. 

Lokastöðu að öðru leyti og einstök úrslit má sjá á Chess results 

Næsta mót verður fimmtudaginn 23. janúar.

Mótin hefjast kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fjórar umferðir, tímamörk eru 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma og reiknast mótin til atskákstiga.