Björn Ívar efstur á fyrsta atskákmóti áratugarins



Fide-meistarinn Björn Ívar Karlsson varð efstur á fyrsta atskákmóti ársins hjá TR, sem yfirleitt eru kölluð þriðjudagsmót. Það er þó erfitt að kalla mótið þriðjudagsmót þar sem það fór fram á fimmtudegi, eins og mótin munu gera í janúar og febrúar. Mótið var fámennt en góðmennt, enda tvö sterk kappskákmót í gangi þessa dagana, Skákþing Reykjavíkur og Gestamót Hugins og Breiðabliks. Í öðru sæti var skákgæslumaðurinn Kristján Örn Elíasson með 3 vinninga og í þriðja sæti varð Arnar Ingi Njarðarson með 2.5 vinning. Úsrslit mótins má finna á chess-results.

Hér má nálgast dagsrká mótanna. Næsta mót verður fimmtudagskvöldið 16. janúar næstkomandi.

Mótin hefjast kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fjórar umferðir, tímamörk eru 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma og reiknast mótin til atskákstiga.