Jólahraðskákmót TR fer fram í dag



Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 27. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Þátttökugjald er 1.000.- (greiðist með reiðufé á staðnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eða yngri. Skráning á staðnum.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Sigurvegari Jólahraðskákmótsins 2018 var Kjartan Maack.

Fyrri sigurvegarar