Alþjóðlega geðheilbrigðismótið 2014



Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á Alþjóðlega geðheilbrigðismótinu 2014 sem fram fór í skákhöll T.R. í gærkvöldi.  Það eru Vinaskákfélagið, Taflfélag Reykjavíkur og Hrókurinn sem standa saman að mótinu, en það fór nú fram í 9. sinn.

Þátttakan var mjög góð en alls tóku 54 keppendur þátt.  Það sem gerir mótið einkar skemmtilegt er að skákmenn á öllu getubili og aldri taka þátt, allt frá okkar öflugustu stórmeisturum niður í unga krakka sem eru að stíga sín fyrstu spor í skákinni.  Yngsti keppandinn var 8 ára og sá elsti kominn yfir áttrætt!

Tefldar voru 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.  Eins og áður sagði sigraði Hannes Hlífar Stefánsson, en hann leyfði aðeins eitt jafntefli við stórmeistarann Stefán Kristjánsson sem hafnaði í 3. sæti ásamt formanni Vinaskákfélagsins, hinum geðprúða Róbert Lagerman og Degi Ragnarssyni. Í öðru sæti varð stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson.

Í kvennaflokki var það Elsa María Kristínardóttir sem sigraði með 4 vinninga.  Í flokki 60 ára og eldri var það lífskúnstnerinn og skáksprautan mikla Einar S. Einarsson sem varð efstur, einnig með fjóra vinninga eftir sigur á Jóni Trausta harðarssyni í síðustu umferð.

Í barna og unglingaflokki urðu hlutskarpastir T.R. ingarnir Gauti Páll Jónsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Bárður Örn Birkisson með fjóra vinninga.

Sérstök verðlaun hlaut svo Alexander Björnsson 8. ára fyrir vasklega framgöngu framan af móti þótt vinningarnir hafi látið á sér standa.  Hann hlaut 1/2 vinning en er reynslunni ríkari.  Einnig hlaut Björgvin okkar Kristbergsson sérstök verðlaun.

Úrslit:

1 Hannes Hlífar Stefánsson 2549 6.52 Hjörvar Steinn Grétarson 2545 63-5 Stefán Kristjánsson 2511 5.5Róbert Lagerman 2305 5.5Dagur Ragnarsson 2156 5.56-9 Ingvar Jóhannesson 2389 5Noah Siegel 2250 5Oliver Aron Jóhannesson 2192 5Jóhann Ingvason 2153 510-13 Eiríkur Björnsson 1949 4.5Jóhann Helgi Sigurðsson 2100 4.5Magnús Örn Úlfarsson 2380 4.5Örn Leó Jóhannson 2030 4.514-25 Jón L. Árnason 2500 4Páll Andrason 1900 4Gauti Páll Jónsson 1650 4Elsa María Kristínardóttir 1850 4Pálmi Pétursson 2230 4Stefán Arnalds 1997 4Rúnar Berg 2100 4Vignir Vatnar Stefánsson 1972 4Ingvar Örn Birgisson 1888 4Bárður Örn Birkisson 1660 4Magnús Magnússon 1975 4Einar S. Einarsson 1620 426-29 Sander Lyllot 1900 3.5Guðmundur Agnar Bragason 1336 3.5Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 2005 3.5Óskar Long Einarsson 1550 3.530-42 Felix Steinþórsson 1570 3Friðgeir Hólm 1700 3Jón Trausti Harðarsson 2098 3Björn Hólm Birkisson 1670 3Gunnar Skarpshéðinsson 1850 3Aron Þór Mai 1253 3Kristján Stefánsson 1520 3Jón Úlfljótsson 1798 3Finnur Kr. Finnson 1500 3Hjálmar Sigurvaldason 1498 3Jón Eggert Hallsson 1600 3Páll G. Jónsson 1698 3Sigurður E. Kristjánsson 1800 343-44 Þórarinn Sigþórsson 1900 2.5Hörður Jónasson 1542 2.545-50 Gunnar Nikulásson 1666 2Steinþór Baldursson 1560 2Héðinn Briem 1476 2Óskar Einarsson 1200 2Björgvin Kristbergsson 1300 2Björn Agnarsson 1000 251 Bragi Þór Thoroddsen 1304 1.552-53 Alexander Mai 1000 1Kjartan Ragnars 1000 154 Alexander Björnsson 1100 0.5