Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2007 – MP mótið 2007
Sunnudaginn 21. október kl. 14:00 hefst Haustmót Taflfélags Reykjavíkur – MP mótið 2007. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót TR. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti TR og er það flokkaskipt. Það er öllum opið og eru skákmenn hvattir til þátttöku í þessu fyrsta stórmóti vetrarins.
Teflt verður í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, í skákhöllinni Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góð verðlaun í boði í öllum flokkum. Alls verða tefldar 9 skákir í hverjum flokki. Í efstu flokkunum verður teflt í lokuðum 10 manna flokkum, en í neðsta flokki verður teflt eftir svissnesku kerfi.
Hægt er að tilkynna þátttöku í netfangið taflfelag@taflfelag.is eða í síma 895-5860 (Ólafur Ásgrímsson).
Skákstjóri er hinn gamalreyndi og síungi Ólafur S. Ásgrímsson. Hin eina og sanna Birna sér um veitingar.
Lokaskráning í A og B flokk lýkur laugardaginn 20. október kl. 20.00.
Valið verður í A-flokk eftir alþjóðlegum FIDE stigum, en í aðra flokka eftir íslenskum stigum.
Núverandi meistari T.R. er Guðmundur Kjartansson.
Dagskrá Haustmótsins er þessi:
1. umferð: Sunnudag 21. október kl.14.00
2. umferð: Miðvikudag 24. október kl.19.30
3. umferð: Föstudag 26. október kl.19.30
4. umferð: Sunnudag 28. október kl.14.00
5. umferð: Miðvikudag 31. október kl.19.30
6. umferð: Föstudag 2. nóvember kl.19.30
7. umferð: Sunnudag 4. nóvember kl.14.00
8. umferð: Miðvikudag 7. nóvember kl.19.30
9. umferð: Föstudag 9. nóvember. kl.19.30
Verðlaun í A-flokki:
1. verðlaun kr. 100.000
2. verðlaun kr. 60.000
3. verðlaun kr. 40.000
4. og 5. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2008
Verðlaun í B-flokki: 1. verðlaun kr. 20.000
2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2008
Verðlaun í C-flokki: 1. verðlaun kr. 15.000
2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2008
Fyrirkomulag: A- og B- flokkur eru lokaðir 10 manna flokkar þar sem allir tefla við alla. C-flokkur er opinn flokkur þar sem tefldar eru 9 umferðir eftir Svissnesku kerfi. Ef þátttaka fer yfir 50 verður C-flokkur gerður að lokuðum flokki og opnum D-flokki bætt við. Í því tilfelli verða verðlaun í C-flokki þau sömu og í B-flokki.
Tímamörk: 1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.
Þátttökugjöld:
3.000 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (4.000 kr. fyrir aðra)
1.500 kr. fyrir félagsmenn TR 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir aðra).
Stjórn T.R.