Tólf áhugasamir skákmenn höfðu samband við Taflfélag Reykjavíkur og langaði til að tefla. Úr varð stofnun C-flokks Boðsmóts T.R. en fyrsta umferð fór einmitt fram í kvöld.
Reyndar settu fleiri áhugasamir skákmenn sig í samband við T.R. eftir að farið var af stað með C-flokkinn. Er því verið að safna í 4 umferða D-flokk sem hefst næstkomandi sunnudag. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Torfa Leósson í torfi@taflfelag.is eða s.697-3974.
Þar sem um nokkuð sérstakan fjölda skákmanna er að ræða, var afráðið að tefla mótið sem liðakeppni með Scheveningen fyrirkomulagi.
Svo skemmtilega vill til að í öðru liðinu eru fjórir skákmenn af 6 úr Skákfélagi Reykjanesbæjar. Til þess að gefa liðunum eitthvað skemmtilegri nöfn en A-lið og B-lið heita þau því Skákfélag Reykjanesbæjar og vinir á móti Taflfélag Reykjavíkur og vinir.
Úrslit 1. umferðar
S.R. og vinir – T.R. og vinir 3-3
Alexander M. Brynjarsson – Torfi Leósson 0-1
Atli Freyr Kristjánsson – Páll Sigurðsson 1-0
Sigurður H. Jónsson – Helgi Brynjarsson 0-1
Einar S. Guðmundsson – Patrekur M. Magnússon 0-1
Patrick Svansson – Aron Ellert Þorsteinsson 1-0
Jóhann Svanur Þorsteinsson – Örn Leó Jóhannsson 1-0
Næsta umferð verður tefld næstkomandi miðvikudag kl.19. Þá mætast:
T.R. og vinir – S.R. og vinir
Torfi Leósson – Jóhann Svanur Þorsteinsson
Páll Sigurðsson – Alexander M. Brynjarsson
Helgi Brynjarsson – Atli Freyr Kristjánsson
Patrekur M. Magnússon – Sigurður H. Jónsson
Aron Ellert Þorsteinsson – Einar S. Guðmundsson
Örn Leó Jóhannsson – Patrick Svansson