Úrslitin í Hraðskákkeppni taflfélaga annað kvöldJæja, nú er stóra stundin að renna upp. Vængbrotið lið T.Ringa mun mæta til leiks gegn fullskipuðu liði Hellismanna, sem skarta mun Jóhanni Hjartarsyni á 1. borði.

Á síðasta ári sigraði T.R. Hellismenn 51,5 – 20,5 í úrslitum, eftir að hafa lagt Akureyringa 50,5 – 21,5 og KRinga 65-7.

Þetta árið unnu TRingar Akureyringa með svipuðum mun, eða 52-20. Í því ljósi ætti T.R. að sigra Helli 53-19 þetta árið, en þar eð lið TR er veikara þetta árið en síðast og lið Hellismanna að sumu leyti sterkara (nema hvað Hannes Hlífar tefldi þá með Helli), má ætla, að Hellismenn muni standa meira og lengur í TRingum nú en síðast.

Um úrslitin síðast, sjá frétt á heimasíðu Hellis (en úrslitin voru 21,5-20,5).