Patrekur sigraði á spennandi fimmtudagsmótiHinn ungi og efnilegi, Patrekur Maron Magnússon, sigraði á fimmtudagsmóti sem fram fór í gærkvöldi.  Hlaut hann 8 vinninga af 9 eftir að hafa verið með fullt hús framan af móti eða þar til hann beið lægri hlut gegn Þóri Ben í 6. umferð.  Við þetta hljóp nokkur spenna í mótið en Patrekur missteig sig ekki það sem eftir var og hélt forystunni allt til enda.  Þórir varð annar með 7,5 vinning og þriðji með 6,5 vinning varð Helgi Brynjarsson.

Úrslit: (Óttar Felix tefldi einungis 1.-4. umf.)

  • 1. Patrekur Maron Magnússon 8 v af 9
  • 2. Þórir Benediktsson 7.5 v
  • 3. Helgi Brynjarsson 6,5 v
  • 4. Kristján Örn Elíasson 6 v
  • 5-8. Rúnar Berg, Jón Gunnar Jónsson, Dagur Kjartansson, Páll Andrason 5 v
  • 9-11. Jon Olav Fivelstad, Ingi Tandri Traustason, Dagur Andri Friðgeirsson 4 v
  • 12-14. Birkir Karl Sigurðsson, Brynjar Níelsson, Tjörvi Schiöth 3 v
  • 15. Óttar Felix Hauksson 2 v af 4
  • 16. Benjamín Gísli Einarsson 1 v

Næsta mót fer fram nk. fimmtudag kl. 19.30.