Mikið um óvænt úrslit á Skeljungsmótinu



Tíu skákmenn eru með fullt hús að lokinni 2. umferð Skeljungsmótsins en mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós.  Má þar nefna sigur Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur (1951) á stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu (2249), en sú síðarnefnda féll á tíma þegar hún reyndi að knýja fram sigur í endatafli.  Þá lagði Hörður Garðarsson (1951) alþjóðlega meistarann, Sævar Bjarnason (2211).  Stigahæsti keppandi mótsins, Fide meistarinn, Ingvar Þór Jóhannesson (2345), varð einnig að lúta í gras, gegn Stefáni Bergssyni (2079).  Að auki var nokkuð um jafntefli á efstu borðum en öll úrslit ásamt fleiri upplýsingum má nálgast á heimasíðu mótsins.

Þriðja umferð fer fram á föstudag kl. 19.00.