Jóhann sigraði á Grand Prix mótinuJóhann H. Ragnarsson, tengdavaraformaður T.R., sigraði á Grand Prix móti T.R. og Fjölnis, en 5. mótið í röðinni fór fram í gærkvöldi, fimmtudagskvöld. Hann tapaði fyrir Vigfúsi Óðni Vigfússyni í 1. umferð, en sigraði aðrar skákir. Elsa María Kristínardóttir fékk kvennaverðlaun og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir unglingaverðlaun, þ.e. fyrir keppendur á grunnskólaaldri.

Verðlaunahafar voru að þessu sinni leystir út með tónlistarverðlaunum frá Zonet, Smekkleysu og 12 tónum.

Nánari úrslit voru:

1 Jóhann H. Ragnarsson 5/6
2 Daði Ómarsson 4.5
3 Vigfús Óðinn Vigfússon 4.5
4 Erlingur Þorsteinsson 4
5 Helgi Brynjarsson 3
6 Elsa María Kristínardóttir 3
7 Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 2.5
8 Tinna Kristín Finnbogadóttir 2.5
9 Örn Leó Jóhannsson 1
10 Alexander Már Brynjarsson 0
     

 

Skákstjóri var Helgi Árnason. Næsta mót fer fram í Skákhöll Reykjavíkur næsta fimmtudagskvöld og hefst kl. 19.30.