Björn Jónsson var einróma kjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram fyrr í kvöld. Björn hefur verið virkur í stjórn félagsins undanfarin ár og tekur nú við góðu búi af Sigurlaugu Regínu Friðþjófsdóttur sem gengt hefur formennsku frá árinu 2009. Ásamt Birni skipa stjórn félagsins starfsárið 2013-2014:
- Áslaug Kristinsdóttir
 - Bragi Þór Thoroddsen
 - Kjartan Maack
 - Ólafur S. Ásgrímsson
 - Ríkharður Sveinsson
 - Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir
 - Torfi Leósson
 - Þorsteinn Stefánsson
 - Þórir Benediktsson
 - Þröstur Olaf Sigurjónsson
 
Úr stjórn ganga Eiríkur K. Björnsson, Elfa Gylfadóttir, Elín Nhung og Halldór Pálsson. Taflfélag Reykjavíkur þakkar þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins