Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

Hraðskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru 10 skákir og tímamörkin eru 3 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Þorsteinn Magnússon. Þátttökugjöld eru eftirfarandi:

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

Veitt eru verðlaun fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

Fimmtudagsmót eru alltaf haldin, nema eftirfarandi daga árið 2025:

Fimmtudaginn 25. desember fellur mót niður. 

 

 

Rimaskóli öflugur á Jólaskákmóti grunnskólasveita Reykjavíkur

Þann 14.desember fór fram Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur sem er samstarsfsverkefni Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur og markaði einnig lok barnastarfs félagsins fram að áramótum. Þátttökufjöldi sveita hefur verið að taka við sér síðustu ár og hægt að sjá breiddina í skákstarfi í skólum Reykjavíkur og hvernig hún dreifist milli aldursflokka. Eins og venjulega var telft í þremur aldursflokkum, sex umferða mót en að þessu sinni voru veitt verðlaun fyrir efstu b-sveit í hverjum flokki. Eins og síðustu ár reyndist Rimaskóli með öflugar sveitir í öllum flokkum.

1-3 bekkur

Um morguninn var teflt í yngsta flokknum 1-3 bekk og voru 11 sveitir skráðar til leiks. Rimaskóli A-sveit tók fljótt forystu í mótinu. Eftir að hafa leitt mótið fór viðureign þeirra við Vesturbæjarskóla 2-2 sem tryggði þeim sigurinn í mótinu og enduðu með 19 vinninga, þremur vinningum á undan næstu sveit. Vesturbæjarskóli endaði í öðru sæti með 16 vinninga. Í þriðja sæti með 15 vinninga var Landakotsskóli A-sveit. Rétt á eftir kom b-sveit Rimskóla með 13 vinninga sem var efst b-sveita.

Sigursveit Rimaskóla: Patrekur, Mikael Mar, Kristfor Jokull, Sævar Svan. Liðssjóri Helgi
Sigursveit Rimaskóla: Patrekur, Mikael Már, Kristófer Jökull, Sævar Svan. Liðsstjóri Helgi Tómas
Silursveit Vesturbæjarskóla: Jón Fenrir, Tauras, Dalmar Bragi, Marís. Liðsstjóri Ewelina
Silfursveit Vesturbæjarskóla: Jón Fenrir, Tauras, Dalmar Bragi, Marís. Liðsstjóri Ewelina
Bronsveit Landakotsskóla: Ishanvi, Abhinay, Praavni, Nirmay. Liðsstjóri Sai Sharon
Bronsveit Landakotsskóla: Ishanvi, Abhinay, Praavni, Nirmay. Liðsstjóri Sai Sharon
Efsta b-sveitin Rimakskóli:
Efsta b-sveitin Rimaskóli:

🥇Rimaskóli A-sveit 19

🥈Vesturbæjarskóli A-sveit 16

🥉Landakotsskóli A-sveit 15

Efsta b-sveit: Rimaskóli B-sveit 13

4-7 bekkur

Eftir hádegi byrjaði miðstigið sem er flokkurinn 4-7 bekkur. Þar voru mættar til leiks 17 sveitir. Rimaskóli A-sveit var þar í algjörum sérflokki og fékk 22 vinninga af 24. Á eftir þeim kom Ártúnsskóli með 17½ vinning og þriðja sætið fékk Langholtsskóli með 15 vinninga.  Efsta b-sveitin fór einnig í hlut Rimaskóla b-sveit sem endaði með 14 vinniga, aðeins einum minna en brons-sveit Langholtsskóla.

Sigursveit Rimaskóla: Liðsstjóri Helgi Tómas, Anh hai, Ómar Jón, Tristan Fannar, Þóra Kristín, Alexander Kári
Sigursveit Rimaskóla: Liðsstjóri Helgi Tómas, Anh hai, Ómar Jón, Tristan Fannar, Þóra Kristín, Alexander Kári
Silfursveit Ártúnsskóla: Liðsstjóri Tóma Holton, Garðar, Eiður, Róbert Blær, Jósteinn Grétar
Silfursveit Ártúnsskóla: Liðsstjóri Eggert, Garðar, Eiður, Róbert Blær, Jósteinn Grétar
Bronssveit Langholtsskóla: Jakob Steinn, Gunnar Þór, Vilhelm Þór, Rökkvi
Bronssveit Langholtsskóla: Liðsstjóri Gauti Páll, Jakob Steinn, Gunnar Þór, Vilhelm Þór, Rökkvi

 

🥇Rimaskóli A-sveit 22

🥈Ártúnsskóli A-sveit 17½

🥉Langholtsskóli 15

Efsta b-sveit: Rimaskóli B-sveit 14

8-10 bekkur

Seinasta mót dagsins var elsti flokkurinn 8-10 bekkur. Í þeim flokki voru mættar 9 sveitir til leiks. Réttarholtsskóli og Rimaskóli voru þar í sérflokki. Í fjórðu umferð mættust þessar sveitir og fór 3-1 í þeirri viðureigninni Réttarholtsskóla í vil. Réttarholtskóli a-sveit endaði með 19½ á meðan Rimaskóla var með  18. Í þriðja sæti var Fellaskóli með 14. Efsta b-sveitin var Réttarholtsskóli b-sveit með 12 vinninga.

Sigursveit Réttarholtsskóla: Ýmir Nói, Emi Kári, Gunnar Aðalsteinn, Davíð
Sigursveit Réttarholtsskóla: Ýmir Nói, Emi Kári, Gunnar Aðalsteinn, Davíð
Silfursveit Rimaskóla: Emilía Embla, Sigrún Tara, Emilía Sigurðardóttir, Tara Líf
Silfursveit Rimaskóla: Emilía Embla, Sigrún Tara, Emilía Sigurðardóttir, Tara Líf
Bronsveit Fellaskóla: Liðsstjóri Tómas, Pawel, Oliver Kalikst, Steven Michael, Noel Aron
Bronsveit Fellaskóla: Liðsstjóri Tómas, Pawel, Oliver Kalikst, Steven Michael, Noel Aron
Efsta B-sveitin: Kevin, Emilía, Pétur Leó, Askur
Efsta B-sveitin Réttarholtsskóli: Kevin, Emilía, Pétur Leó, Askur, Eyvindur Atli

🥇Réttarholtsskóli A-sveit 19½

🥈Rimskoli A-sveit 18

🥉Fellaskóli 14

Efsta b-sveit: Réttarholtsskóli B-sveit: 14

 

Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld klukkan 19:30

Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Arnar Ingi Njarðarson og Kristófer Orri Guðmundsson.

Þátttökugjald eru eftirfarandi:

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

Þriðjudagsmót eru alltaf haldin, nema eftirfarandi daga árið 2025:

Þriðjudaginn 8. apríl fellur mót niður vegna Harpa blitz. 

Þriðjudaginn 25. nóvember vegna Atskákkeppni taflfélaga 

Þriðjudaginn 16. desember vegna Atskákmóts Reykjavíkur 

Þriðjudaginn 23. desember fellur mót niður. 

Þrjú kvöldmót falla niður í desember

Þrjú þriðjudags / fimmtudagsmót falla niður í desember.

Þriðjudaginn 16. desember fellur þriðjudagsmót niður vegna Íslandsmótsins í atskák – Atskákmóts Reykjavíkur. Athugið að mótið er bæði mánudag og þriðjudag.

Þriðjudaginn 23. desember og fimmtudaginn 25. desember falla mót niður vegna jóla.

Tvö mót eru haldin eftir jól, jólahraðskákmót TR – minningarskákmót Ríkharðs Sveinssonar sunnudaginn 28. desember og þriðjudagsmót 30. desember.

Íslandsmótið í Atskák – Atskákmót Reykjavíkur 2025

BCO.33cfc60f-543b-4af3-87c6-2b7e63c46e32
Afar mikið mótaálag hefur einkennt síðustu vikur og í  ár verður Íslandsmótið í atskák og Atskákmót Reykjavíkur sameinað og verður eitt og sama mótið.
Mótið  verður haldið í húsakynnum TR, Faxafeni 12, dagana 15.-16. desember næstkomandi.
Dagskrá:
Tefldar verða níu skákir með tímamörkunum 15+5 (15 mínútur á skákina að viðbættum fimm sekúndum á hvern leik) á tveimur kvöldum. Fyrstu fimm umferðirnar verða mánudagskvöldið 15. desember klukkan 19:00 og síðustu fjórar verða þriðjudagskvöldið 16. desember klukkan 19:00.
Seinni hluti mótsins, þriðjudagskvöldið, kemur í stað venjulegs Þriðjudagsmóts.
Atskákmót Íslands á sér langa sögu og hefur verið haldið nánast árlega síðan 1991. Núverandi Íslandsmeistari í atskák er Dagur Ragnarsson. Síðustu ár hefur CAD haldið mótið í umboði SÍ.  Atskákmót Reykjavíkur var lengst af haldið af Skákfélaginu Helli, síðar Huginn, en síðan 2019 hefur TR séð um mótahaldið. Mótið var til að byrja með haldið af TR, en það var haldið fyrst árið 1992.
Mótið er öllum opið. Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur er Aleksandr Domalchuk-Jonasson.
Þáttökugjöld:
Fullorðnir: 3000 kr
17 ára og yngri: 1500 kr
Stórmeistarar borga ekki þáttökugjöld.
Verðlaun:
1. 80.000
2. 60.000
3. 40.000
Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfinu og munu að hámarki þrír eftir oddastigaútreikng hljóta verðlaun.
Kvennaverðlaun: 20.000 (eftir oddastigaútreikning)

Breiðablik A-sveit Atskákmeistari Taflfélaga 2025

Dagana 24-25 nóvember fór fram Atskákkepni taflfélaga í faxafeni 12. Að þessu sinni voru tólf lið skráð til leiks og telfdar níu skákir á tveimur kvöldum. Nokkuð var um þéttar og vel mannaðar sveitir og fyrirfram var erfitt að veðja um niðurstöðu mótins. Strax í þriðju umferð mættust sterkar sveitir. Þar hafði TR-a sveit betur gegn Skákdeild Fjölnis a-sveit og Breiðablik a-sveit hafði betur gegn Taflfélagi Vestmannaeyja. Héldu þessar fyrrnefndu sveitir uppteknum takti og héldu áfram að vinna sínar viðureignir.

Í lok fimmtu umferðar mættust að lokum A-sveit TR og Breiðabliks. Reyndist viðureignin nokkuð jöfn en Breiðablik hafði betur með minnsta mun 3½-2½ sem nægði til vinna viðureignina og var það að einhverju úrslitaviðureign mótsins.

Á lokadeginum héldu báðar sveitir áfram sinni sigurgöngu og unnu sínar viðureignir

Eftir níu umferðir voru það Breiðablik sem voru þess vegna sigurvegarar með fullt hús 18 liðsstig. Í öðru sæti kom Taflélag Reykjavíkur a-sveit með 16 stig og í þriðja sæti var það Skákdeild Fjölnis með 13 stig.

Sigurlið Breiðabliks: Arnar Milutin, Hilmir Freyr, Benedikt Briem, Stephan Briem, Vignir Vatnar, Birkir Ísak
Sigurlið Breiðabliks: Arnar Milutin, Hilmir Freyr, Benedikt Briem, Stephan Briem, Vignir Vatnar, Birkir Ísak
TR-a lið: Ingvar Wu, Adam, Daði, Jón Viktor, Gauti Páll
TR-a sveit: Ingvar Wu, Adam, Daði, Jón Viktor, Gauti Páll
Fjölnir A-sveit: Helgi Árnason, Jón Árni, Jón Trausti, Dagur, Bragi, Oliver
Fjölnir A-sveit: Helgi Árnason, Jón Árni, Jón Trausti, Dagur, Bragi, Oliver

🥇Breiðablik a-sveit 18

🥈Taflfélag Reykjavíkur a-sveit 16

🥉Skákdeild Fjölnis a-sveit 13

Lokastaðan eftir 9. umferðir
Lokastaðan eftir 9. umferðir

Taflfélag Reykjavíkur þakkar félögunum fyrir þátttöku og vonast til að sjá enn fleiri sveitir á næsta ári.

Lokastaða mótsins á chess-results:

Ólafur H. Ólafsson látinn – Minningarorð

Í 125 ára sögu Taflfélags Reykjavíkur (TR) hafa fáir, ef nokkrir, markað jafn djúp spor í starfsemi
félagsins og Ólafur H. Ólafsson. Starf Ólafs, eða Óla H. eins og hann var jafnan kallaður, sem
umsjónarmanns barna- og unglingastarfs TR, spannaði tímabil sem talið er í áratugum, ekki árum.

OliH_5
Stundum vill þó gleymast að Ólafur var vel liðtækur skákmaður, sem dæmi tók hann þátt í
landsliðsflokki Skákþings Íslands árið 1972. Tveimur árum síðar, eftir stormasaman aðalfund í TR, var
Óli kosinn í stjórn TR. Um þá niðurstöðu má lesa í fundargerðarbók félagsins en þar er að finna eitt
einkenna Óla, hversu handskrift hans var glæsileg og hversu nákvæmur hann var sem fundarritari.

OliH_4

Á fyrstu árum Óla í stjórn félagsins var félagið til húsa að Grensásvegi 44-46. Þar var Óli á heimavelli.
Hann hafði gott auga fyrir því hvaða ungviði hefði hæfileika fyrir skáklistinni. Hann fóstraði jafnan slíka
einstaklinga. Til varð einskonar klíka, Óla H. klíkan. Hann var einstaklega lunkinn að halda sterkum
skákmönnum saman sem félagslegri einingu, rætt var um „kiddakvöld“ heima á Rauðárstígnum hjá
Óla H.

OliH_1
Innsýn Óla á grundvallaratriðum skáklistarinnar gagnaðist ungum skákmönnum, meðal annars þegar
hann var fararstjóri á ótal Norðurlandamótum, hvort sem það var í einstaklings- eða liðakeppni.
Sjaldan kom keppandi fyrir Íslands hönd að tómum kofanum hjá Óla. Hann viðhélt áhuga fólks á
greininni með ófáum símtölum en fyrir kom að þau væru allöng og gat þá reynt á þolinmæði
„kiddanna“ eftir því sem þau nálguðust fullorðinsár. Sem skákstjóri og mótsstjóri var hann
röggsamur.

OliH_6
Sjálfsagt má segja að saga Taflfélags Reykjavíkur hefði orðið önnur hefði félagið ekki stígið það skref
árið 1989 að færa sig frá Grensásveginum yfir í Faxafen 12. Í kjölfar þeirra breytinga glímdi félagið
við mikla fjárhagserfiðleika. Óli afréð að gerast formaður félagsins árið 1994 og varð hann þá
umdeildari en stundum áður. Í árslok 1996 lét Óli af formennsku í félaginu en hélt áfram að starfa fyrir
það af dugnaði og ósérhlífni.

OliH_3
Baráttuaðferðir Óla fyrir barna- og unglingastarfinu í skákinni gátu einkennst að miklum viljastyrk og
við það urðu jafnan átök við aðra hagsmuni, þar á meðal gagnvart hagsmunum bestu skákmanna
landsins. Lognmolla ríkti því sjaldan á meðan Óli var upp á sitt besta og stundum var sagt um hann,
líkt og sagt var í Gerplu: „Fall ei fyrir friði ef ófriður er í boði.“

OliH_7
Þegar Óli varð sextugur í ársbyrjun 2005 hélt TR og Skáksamband Íslands samkvæmi honum til
heiðurs. Við þau tímamót voru allar stríðsaxir grafnar og upp úr stóð að mikill fjöldi manna í
skákhreyfingunni stóð í þakkarskuld við Óla. Hann bjó til jarðveg svo að draumar margra
hæfileikaríkra skákmanna gætu mögulega ræst. Saga Taflfélags Reykjavíkur hefði orðið mun fátækari
án framlags Óla H. Ólafur var gerður að Heiðursfélaga Taflfélags Reykjavíkur árið 2023.

OliH_8
Fyrir hönd Taflfélags Reykjavíkur þakkar félagið Óla H. fyrir samfylgdina og óskar öllum nánustu
aðstandendum hans hluttekningu við fráfall hans. Á vettvangi félagsins verður minning góðs drengs
ávallt í heiðri höfð.

Atskákkeppni Taflfélaga 2025 verður 24.-25. nóvember

Dagana 24-25 nóvember fer fram Atskákkeppni taflfélaga. Mótshaldari er Taflfélag Reykjavíkur. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12. Mótið hefst báða dagana kl:19:00

Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt verður á 6 borðum auk varamanna. Varamaður kemur alltaf inn á neðsta borði. Hvert lið má senda allt að 3 sveitir til leiks.

Þátttakendur verða að tefla fyrir það félag sem þeir eru skráðir í samkvæmt félagagrunni íslenskra skákmanna. Skákmenn sem ekki eru skráðir í félag mega taka þátt í mótinu með einhverju félagi hvort sem þeir eru með stig eða ekki.

Hægt er að hafa 0.-4. varamenn. Halda þarf styrkleikaröðinni og varamenn koma alltaf í röð á eftir aðalmönnum. Skákmenn flakka ekki milli sveita (A-B, B-C) heldur er sami hópurinn í hverri sveit. 

Þó verður hægt er að komast til móts við félög sem ná ekki sex manna sveit, með því að bjóða upp á í mesta lagi tvo lánsmenn með félagi sem sendir aðeins eina sveit til leiks. Sveit með lánsmenn innan sinna raða geta hins vegar ekki lent í verðlaunasæti í mótinu né hlotið titilinn Atskákmeistarar taflfélaga. 

Liðstjórum ber að skila inn styrkleikalista sinna sveita áður en mótið hefst í tölvupósti til skákstjóra í síðasta lagi klukkan 16:00 mánudaginn 24.nóvember

Þátttökugjald sveita:

Reikningur fyrir þátttökugjöldum verður sendur á félög með kennitölu. Félög sem eru án kennitölu leggja inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269 Kt: 640269-7669

A sveit 14.000 kr 

B sveit 10.000 kr

C sveit 5.000 kr

Tímamörk:

10 mín + 5 sek

Dagskrá:

Mánudagur 24.nóv 19:00 Umferð 1-5

Þriðjudagur 25.nóv 19:00 Umferð 6-9

Verðlaungripir verða veittir fyrir þrjár efstu sveitirnar ásamt efstu b-sveitina

Oddastig (e. Tiebreaks)

  1. Liðsvinningar (e. match points)
  2. Vinningafjöldi
  3. Innbyrðis viðureign

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Það lið sem hlýtur flest liðsvinninga (e.match points) hlýtur titilinn Atskákmeistarara taffélaga 2025. Ef lið verða jöfn á liðssvinnigum og vinninga fjölda gildir innbyrðis viðureign úr um röð sveita. Ef enn er jafnt milli efstu sveita verður haldin aukakeppni um titilinn.

Skránigarform:

Þegar skráðar sveitir:

Skákstjóri verður Jón Olaf Fivelstad

Roberto Osorio sigurvegari U2000

22.október fór fram lokaumferðin í U2000 móti T.R. Fyrir hana var Birkir Hallmundarson einn efstur með 5 vinninga og á eftir honum komu fimm aðrir keppendur með 4½ vinning.

Markús Orri, Birkir Hallmundarson
Markús Orri, Birkir Hallmundarson

Á fyrsta borði mættust Markús Orri og Birkir. Upp kom lína í dreka afbrigði í Sikileyjarvörn. Eftir byrjunina fórnaði Birkir skiptamuni en fékk ekki nægjanlegar bætur fyrir. Markús tefldi örugglega og vann skákina.

Roberto Osorio, Unnar Ingvarsson
Roberto Osorio, Unnar Ingvarsson

Á öðru borði telfdu Roberto Osario og Unnar Ingvarsson. Eftir byrjunina Í skandinavanum fékk Roberto mjög þæginlegt tafl og það reyndist erfitt fyrir svartan að klára liðsskipunina. Í framhaldi vann Roberto skiptamun og reyndist eftirleikurinn frekar auðveldur fyrir hann.

Magnús Dagur, Arnar Breki
Magnús Dagur, Arnar Breki

Á þriðja borði tefldu Magnús Dagur og Arnar Breki. Eftir byrjunina í spænska leiknum leit staðan frekar hættulega út fyrir svartan á yfirborðinu. Arnar Breki var hins vegar með allt á hreinu og eftir að hafa stöðvað sóknina missti Magnús miðborðið og Arnar Breki endaði á því að vera nokkrum peðum yfir í endataflinu.

Að lokum urðu þess vegna Markús, Roberto og Arnar Breki jafnir með 5½ vinning. Þegar kom að oddastigum reyndist Roberto töluvert yfir þeim og endaði efstur með 27½ stig. Á eftir honum kom síðan Arnar breki með 24 og Markús með 23.

Lokastaðan eftir 7.umferðir
Lokastaðan eftir 7.umferðir
Markús Orri, Roberto, Arnar Breki
Markús Orri, Roberto, Arnar Breki

🥇Roberto Eduardo Osorio Ferrer 5½ (27½)

🥈Arnar Breki Grettisson 5½ (24)

🥉Markús Orri Jóhannsson 5½ (23)

Lokastaðan á chess-results ásamt skákum mótsins chess-results

Skákirnar á lichess

 

U2000 – Birkir Hallmundarson einn efstur fyrir lokaumferðina

19.október fór fram sjötta og jafnframt næsta síðasta umferð í U2000 móti TR. Fyrir hana var Arnar Breki Grettisson einn efstur með 4½ vinning. Rétt á eftir honum komu Birkir Hallmundarson og Roberto Osario báðir með 4.vinninga.

Birkir Hallmundarson og Arnar Breki
Birkir Hallmundarson og Arnar Breki

Á fyrsta borði mættust Birkir Hallmundarson og Arnar Breki. Strax í byrjuninni kom Birkir á óvart með að tefla 1.e4 sem hann hefur ekki gert mikið af áður. Eftir byrjunina endaði hann einu peði yfir en á móti var Arnar Breki með sterka biskupa á miðborðinu. Staðan var lengi vel í jafnvægi en eftir miðtaflið náði Arnar Breki að fá upp endatafl sem var hartnær unnið fyrir hann. Staðan leit ekki vel út fyrir hvítan en Birkir náði að finna leið til að virkja stöðuna sína og fá nauðsynlegt mótspil. Í tímahrakinu komu nokkrir afleikir frá Arnari Breka og Birkir nýtti sér það til að vinna skákina. Góður sigur hjá Birki sem er einn efstur með 5 vinninga fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn.

Haukur Víðis og Roberto Osario
Haukur Víðis og Roberto Osario

Á öðru borði mættust Haukur Víðis og Roberto Osario. Eftir að hafa tapað peði strax í byrjuninni leit staðan frekar erfiðlega fyrir Hauk. Eftir hins vegar nokkra tímafreka peðsleiki frá Roberto náði Haukur að opna stöðuna á gátt sér í hag og jafna þar með taflið. Í lokinn var Haukur tveimur peðum yfir í endtaflinu en það kom ekki að sök og Roberto varðist frekar örugglega.

Fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn 22.okt er Birkir einn efstur með 5.vinninga. Á eftir honum koma fimm aðrir með 4½ vinning.

Staðan eftir 6.umferðir
Staðan eftir 6.umferðir

Staðan á chess-results:

Skákir mótsins á lichess

Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur 2025 fer fram 18.október

BCO.33cfc60f-543b-4af3-87c6-2b7e63c46e32

Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram laugardaginn 18. október

Þátttökugjöld eru kr.1500 (í alla flokka).
Skráning fer fram í gegnum Sportabler.

Skráningarform:

Mótið er telft í fjórum flokkum

Skráning í alla flokka fer fram hér:

Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2010 eða síðar.

Aðalkeppnin fer fram í einum opnum flokki og þar verður keppt um sæmdarheitin Drengjameistari Taflfélags Reykjavíkur 2025 og Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur 2025. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s).  Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.
Aðalkeppnin hefst kl.13 og má reikna með að hún standi til kl.17 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.12.45.

Boðið verður upp á þrjá yngri flokka:

Yngri flokkur 1 (f.2016-2017)
Tefldar verða 5 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s).
Yngri flokkur hefst kl.13 og má reikna með að standi til kl.15.30 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.12.45.

Yngri flokkur 2 (f.2018)

Tefldar verða 5 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 7 mínútur á skák, auk þess sem 3 sekúndur bætast við eftir hvern leik (7m+3s).

Yngri flokkur 2 hefst kl.10 og má reikna með að standi til kl.12 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.9.45.

Yngri flokkur 3 (f.2019 og síðar)
Tefldar verða 5 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 7 mínútur á skák, auk þess sem 3 sekúndur bætast við eftir hvern leik (7m+3s).
Yngri flokkur 3 hefst kl.10 og má reikna með að standi til kl.12 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.9.45.
Krakkar sem eru gjaldgengir í yngri flokkana mega velja hvort þau tefla í aðalkeppninni eða í yngri flokkunum.

Verðlaun í opna flokknum:

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í öllum árgöngum. Elsti árgangurinn er 2010 og yngsti árgangurinn er 2019 og yngri.

Nafnbótina Drengjameistari Taflfélags Reykjavíkur 2025 hlýtur sá drengur sem verður hlutskarpastur þeirra sem eru meðlimir í Taflfélagi Reykjavíkur.  Nafnbótina Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur 2025 hlýtur sú stúlka sem verður hlutskörpust þeirra stúlkna sem eru meðlimir í Taflfélagi Reykjavíkur.

Verðlaun í yngri flokki 1:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í báðum árgöngum (2016 og 2017).

Verðlaun í yngri flokk 2:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng.
Verðlaun í yngri flokk 3:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í árganginum 2019 og 2020 og yngri.

Núverandi Drengja- og Stúlknameistarar Taflfélags Reykjavíkur eru Jósef Omarsson og Emilía Ásgeirsdóttir.

Ef einhverjar spurningar vakna má senda fyrirspurn á  taflfelag@taflfelag.is.

Skráðir Keppendur:

 

Sunnudagsmót hjá TR í dag – 28. september

Haldin verða hraðskákmót í hádeginu á sunnudögum einu sinni í mánuði ef vel gengur!  Tefldar verða 7. umferðir með tímamörkunum 5+3. Þá eru 5 mínútur á mann og 3 sekúndur bætast við hvern leik. Áætla má að mótin verði um tvær klukkustundir, standi frá 12:00-14:00.

Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 12:00. Sunnudaginn 28. september er teflt í sal Skákskólans en notið sama inngang og í TR – það verður opið á milli. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hefur Gauti Páll Jónsson.

 

Mót 4

  • sunnudaginn 28. september í sal Skákskólans


Þátttökugjöld
:

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

Veitt eru verðlaun fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

Skráning á skákæfingar TR Haustönn 2025

large_sportabler-svart-a-hvitu

Búið er að opna fyrir skráningu á skákæfingar T.R. á Haustönn 2025. Ef einhverjar spurningar eru hvaða flokk á að velja er best að senda fyrirspurn á taflfelag@taflfelag.is

Fyrsta æfing verður laugardaginn 23.ágúst og byrja æfingar síðan eftir skipulagi

Skráning á skákæfingar Haustönn Sportabler

Skráning á Afreksæfingar T.R – Haust 2025 – Mosfellsbær

Upplýsingar um æfingar félagsins 

 

Undir 2000 mót T.R. 2025

U2000_banner2

Undir 2000 mótið 

Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig, þ.e. allt frá 0 að 1999 skákstigum. Tefldar eru sjö umferðir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik. Einnig bætast við 15 mínútur á klukkuna eftir 40 leiki. Leyfðar eru tvær yfirsetur í umferðum 1-5 sem skal tilkynna skákstjóra fyrir lok umferðarinnar á undan en 1/2 vinningur fæst fyrir yfirsetu. Teflt er tvivar í viku, á miðvikudagskvöldum kl. 18.30 og Sunnudögum kl: 13:00, í Skákhöll félagsins að Faxafeni 12.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Sigurvegarar fyrri ára

Dagskrá
1. umferð: 1. október kl. 18.30
2. umferð: 5. október kl. 13.00
3. umferð: 8. október kl. 18.30
4. umferð: 12. október kl.13.00
5. umferð: 15. október kl. 18.30
6. umferð: 19. október kl. 13.00
7. umferð: 22. október kl. 18.30

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 30 mínútum eftir upphaf umferðar.

Tímamörk: 90 mín á alla skákina + 30 sek viðbót eftir hvern leik. 15 mínútur bætast við eftir 40 leiki.

Verðlaun: 1. sæti kr. 35.000, 2. sæti kr. 25.000, 3. sæti kr. 10.000. Hort-kerfi gildir.

Röð mótsstiga (tiebreaks):  1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis viðureign 4. Fleiri sigrar

Þátttökugjöld: 18 ára og eldri kr. 6.000, kr. 5.000 fyrir félagsmenn í TR. 17 ára og yngri kr. 4.000, 2.000 kr fyrir félagsmenn í TR.

Fyrirspurnir: taflfelag@taflfelag.is

 

Skráningarform

Þegar skráðir keppendur

Róbert Lagerman sigurvegari á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

Hinn síungi og stórefnilegi Róbert Lagman kom sá og sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í blíðskaparviðri sunnudaginn 31. ágúst. Mótið markar að mörgu leiti upphaf vetrarstarfsins hjá Taflfélaginu og teflt við skemmtilegar aðstæður í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns.

Tuttugu og átta skákmenn voru mættir til leiks, full mikið brotthvarf miðað við skráningu reyndar! Titilhafarnir voru þrír og fyrirfram hefðu flestir veðjað á stórmeistarann Vigni Vatnar Stefánsson. Eftir þrjár umferðir var Vignir með fullt hús eins og við var að búast, en Róbert Lagerman, Jóhann Ingvason og Arnar Milutin fylgdu honum eins og skugginn.

Í fjórðu umferðinni sýndi Róbert að honum var alvara með því að leggja Vigni að velli í spennandi skák. Jóhann Ingvason vann líka og mætti Róbert í næstu umferð.

Jóhann og Róbert tefldu spennandi skák en Róbert var enn og aftur vandanum vaxinn og náði að kreysta fram sigur í tvísýnni skák.

Róbert hélt áfram í sjöttu umferð, lagði Gauta Pál. Vignir vann gegn Jóhanni og reyndi að vera í seilingarfjarlægð ef Róbert fataðist flugið.

Í lokaumferðinni innsiglaði Róbert sigurinn með því að leggja Jóhann Ragnarsson að velli í spennandi skák. Fullt hús og glæsilegur sigur Róberts!

Lokastaðan, efstu menn:

Þrír efstu: Vignir (2. sæti), Róbert (1. sæti) og Jóhann (3 sæti)

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 31. ágúst klukkan 14

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 31. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns.

Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.Þátttökugjald er greitt með því að greiða aðgangseyri inn á safnið samkvæmt gjaldskrá Árbæjarsafns. Frítt er fyrir handhafa Menningarkortshafa Reykjavíkurborgar (greitt einusinni), öryrkja og börn 17 ára og yngri. Þátttökugjaldið er greitt við inngang safnsins. Teflt er í Kornhúsinu, en hér má sjá upplýsingar um keppnisstað.

Núverandi Árbæjarsafnsmeistari er Arnar Erwin Gunnarsson.

Mótið er eitt af fjölmörgum sem T.R heldur í samstarfi við Reykjavíkurborg, en Viðeyjarmótið og Árbæjarsafnsmótið eru haldin í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.

Óskað er eftir því að keppendur skrái sig í gegnum hefðbundið skráningarform.

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur

Verðlaun skiptast eftir Hort kerfi. Oddastigaútreikningur í mótinu:

  1. Bucholz -1
  2. Bucholz
  3. Innbyrðis úrslit
  4. Sonneborn-Berger

Sunnudagsmót hjá TR þann á morgun sunnudag

Haldin verða hraðskákmót í hádeginu á sunnudögum einu sinni í mánuði ef vel gengur!  Tefldar verða 7. umferðir með tímamörkunum 5+3. Þá eru 5 mínútur á mann og 3 sekúndur bætast við hvern leik. Áætla má að mótin verði um tvær klukkustundir, standi frá 12:00-14:00.

Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 12:00. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hefur Gauti Páll Jónsson.

 

Mót 3

  • sunnudaginn 24. ágúst


Þátttökugjöld
:

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis

Utanfélagsmenn 18 ára og eldri: 1000kr.

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

Veitt eru verðlaun fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

Chess After Dark (Ólafur B. Þórsson) sigurvegari Borgarskákmótsins 2025

Hið árlega Borgarskákmót Taflfélags Reykjavíkur var haldið í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið, ásamt Stórmóti Árbæjarsafns og TR markar í raun upphafið að vetrarstarfinu hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Mótið er styrktarmót fyrir félagið og keppendur tefla fyrir fyrirtæki sem styrkt hafa Taflfélagið.

Að þessu sinni voru 41 keppendur mættir til leiks. Stigahæsti  hraðskákmaður mótsins var FIDE meistarinn Róbert Lagerman. Snemma móts var Róbert í sérflokki ásamt Ólafi B. Þórssyni, Gauti Páli og Óliver Aron. Þessir mættust innbyrðis í fjórðu umferð og þar tók Ólafur forystuna þegar hann lagði Gauta að velli, Róbert og Oliver gerðu jafntefli.

Ólafur lagði Óliver að velli í lykilskák í 5. umferð en hann sneri erfiðu tafli sér í vil í tímahraki. Róbert og Ólafur skildu jafnir í 6. umferð en Davíð Kolka tók sig til og lagði Ólaf að velli í lokaumferðinni.

Davíð lagði Ólaf í lokaumferðinni.

Við þessi úrslit opnaðist mótið upp á gátt og fimm skákmenn enduðu efstir og jafnir með 5,5 vinning úr umferðunum 7. Þar sem Ólafur var við toppinn allt mótið varð hann skiljanlega efstur á oddastigum og sigurvegari Borgarskákmótsins 2025.

Taflfélagið þakkar keppendum og styrktaraðilum!

Mótið á chess-results

Borgarskákmótið hefst klukkan 15:30 – Enn opið fyrir skráningu!

Borgarskákmótið fer fram fimmtudaginn 21. ágúst, og hefst það kl. 15:30. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu.

Borgarskakm_2015-7

Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í skráningarforminnu til að liðka fyrir mótshaldi.

Þetta er í 40. sinn sem mótið fer fram og er þetta iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar verði á meðal keppenda. Í fyrra sigraði Helgi Áss Grétarsson, annað árið í röð!

Verðlaun:

1.sæti 30.000 kr.

2.sæti 20.000 kr.

3.sæti 10.000 kr.

Verðlaun skiptast eftir Hort kerfi. Oddastigaútreikningur í mótinu:

  1. Bucholz -1
  2. Bucholz
  3. Innbyrðis úrslit
  4. Sonneborn-Berger