Sumarnámskeið Taflfélags Reykjavíkur hefjast 11.júníTaflfélag Reykjavíkur heldur átta skáknámskeið í sumar fyrir börn fædd árin 2005-2011. Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.

Námskeið 1: 11. júní – 15. júní kl. 09:30 – 12:00
Námskeið 2: 11. júní – 15. júní kl. 13:00 – 15:30
Námskeið 3: 18. júní – 22. júní kl. 09:30 – 12:00
Námskeið 4: 18. júní – 22. júní kl. 13:00 – 15:30
Námskeið 5: 25. júní – 29. júní kl. 09:30 – 12:00
Námskeið 6: 25. júní – 29. júní kl. 13:00 – 15:30
Námskeið 7: 02. júlí – 06. júlí kl. 09:30 – 12:00
Námskeið 8: 02. júlí – 06. júlí kl. 13:00 – 15:30

Kennari á námskeiðunum er stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson.

Gjald fyrir hvert námskeið er 8.500kr. Ef þátttakandi velur bæði námskeiðin fyrir og eftir hádegi í sömu vikunni þá er gjaldið 13.500kr. Systkynaafsláttur verður veittur í formi 20% afsláttar. Hægt er að velja á milli þess að greiða námskeiðisgjaldið með reiðufé við upphaf námskeiðis eða í gegnum heimabanka (þá bætist við umsýslugjald).

Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn af ólíkum skákstyrkleika, en þó er ætlast til þess að börnin kunni allan mannganginn. Allir fá því viðfangsefni við sitt hæfi. Taflfélag Reykjavíkur áskilur sér rétt til þess að fella niður námskeið sé þátttaka ekki næg. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 16.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á vef Taflfélags Reykjavíkur eða í síma 867 2627 (Bragi). Skráning fer fram í gegnum skráningarform sem nálgast má í gula kassanum á skak.is.