Yfirlýsing frá Óttari Felix HaukssyniFréttatilkynning

 

Til aðildarfélaga Skáksambands Íslands

 

Ég, Óttar Felix Hauksson, varaforseti Skáksambands Íslands, mun gefa kost á mér í embætti forseta S.Í. á aðalfundi sambandsins laugardaginn 3. maí nk. Fái ég til þess stuðning mun ég heilshugar fórna tíma mínum og kröftum til embættisverka sem ég veit að í senn eru erfið og krefjandi.

 Ég tel mig hafa ágæta þekkingu og yfirsýn á verkefnum skákhreyfingarinnar og sterka framtíðarsýn auk þess sem stjórnunarlega reynsla mín, jafnt innan hreyfingarinnar sem utan, ætti að nýtast mér vel í starfi.
 Samskipti mín við forystumenn aðildarfélaga og skákmenn úr öllum fjórðungum landsins hafa verið með ágætum og hlakka ég mjög til að takast á við embættið, fái ég til þess stuðning.
 Með vinsemd og virðingu, Óttar Felix Hauksson