Vignir Vatnar unglingameistari



Barna- og unglingameistaramóti TR var í ár skipt í tvo flokka, opinn flokk og stúlknaflokk, og mættu samtals 38 keppendur til leiks, flestir úr Taflfélagi Reykjavíkur, eða 31 talsins. Í opnum flokki varð Vatnar Stefánsson öruggur sigurvegari með fullt hús vinninga eða 7 og er því Barna- og unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2014. Er þetta þriðja árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót og er hann ekki einu sinni búinn að ná 12 ára aldri! Í öðru sæti varð Björn Hólm Birkisson með 6 vinninga og í 3.-5. sæti urðu Mykhaylo Kravchuk, Stefán Orri Davíðsson og Benedikt Ernir Magnússon, allir með 5 vinninga, en Mykhaylo hlaut 3. sætið eftir stigaútreikning.

Aldursflokkasigurvegarar urðu: Stefán Orri Davíðsson – flokki 8 ára og yngri, Róbert Luu – flokki 10 ára og yngri, Vignir Vatnar Stefánsson – flokki 12 ára og yngri Björn Hólm Birkisson – flokki 15 ára og yngri. Nánari úrslit í opnum flokki eru hér.

Í Stúlknameistaramótinu vann Freyja Birkisdóttir sigur eftir aukakeppni við Ylfu Ýr Welding Hákonardóttur og Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur, en þær urðu efstar og jafnar í mótinu með 4 vinninga af 5 mögulegum. Í aukakeppninni vann Freyja báðar sínar skákir og Ylfa vann eina og varð þar með í 2. sæti á undan Vigdísi Lilju sem hlaut 3. sætið. Engin þeirra þriggja hefur náð 10 ára aldri og því framtíðin björt.

Aldursflokkasigurvegarar urðu: Freyja Birkisdóttir – 8 ára og yngri, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir – 10 ára og yngri og Sana Salah – 12 ára og yngri. Nánari úrslit í stúlknaflokki eru hér.

  • Myndir frá mótinu