Vignir Vatnar sigurvegari Hraðskákmóts TRVignir Vatnar Stefánsson kom sá og sigraði á Hraðskákmóti TR sem haldið var í dag. Vignir hlaut 10,5 vinning í skákunum 11 og leyfði aðeins eitt jafntefli. Jafnir með 9 vinninga voru Róbert Lagerman og Kjartan Maack, en Róbert reyndist vera hærri eftir stigaútreikning og hreppti því 2.sætið. Í 4.sæti varð Gunnar Freyr Rúnarsson með 8 vinninga. Kjartan varð efstur TR-inga og er því Hraðskákmeistari TR 2018.

Alls tefldu 38 skákmenn í mótinu. Tefldar voru 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson.

Úrslit einstakra skáka sem og lokastöðu má finna á Chess-Results.