Vignir Vatnar og Veronika Steinunn Reykjavíkurmeistarar



Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í dag, sunnudaginn 23. febrúar. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri.

Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo þrenn verðlaun fyrir 12 ára og yngri (fædd 2001 og síðar). Þau sem eru búsett í Reykjavík eða eru félagar í reykvískum taflfélögum tefldu um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2014 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2014.

 

Þátttakendur voru 32 og var mótið vel skipað. Meðal annars voru þarna fjórir drengir sem nýkomnir eru frá Norðurlandamótinu í skólaskák, þeir Dawid Kolka, Hilmir Freyr Heimisson, Mykhaylo Kravchuk og Vignir Vatnar Stefánsson, sem var Unglingameistari Reykjavíkur 2013. Nansý Davíðsdóttir Stúlknameistari Reykjavíkur 2013 var einnig mætt til leiks og spurningin var hvort þeim tveimur tækist að verja sína titla. Aldursbilið var breitt, en þarna voru krakkar allt frá 1. bekk upp í 10. bekk grunnskóla.

 

Tefldar voru 7 umferðir með 15 mín. umhugsunartíma á skák. Teflt var í einum flokki.

 

 

 

Keppnin var jöfn og spennandi framan af. Hinn 11 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson gerði jafntefli við Nansý Davíðsdóttir í fyrri hluta mótsins, en vann allar aðrar skákir og þar með mótið í heild sinni. Vignir Vatnar er því Unglingameistari Reykjavíkur 2014. Vignir Vatnar heldur því áfram að bæta titlum og verðlaunum í safnið sitt, en hann fékk silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í skólaskák í sínum aldursflokki um daginn. Einnig er hann Íslandsmeistari barna 2014 og Unglingameistari TR. Hilmir Freyr Heimisson, GM Helli varð í 2. sæti með 6 vinninga og Dawid Kolka, GM Helli varð í 3. sæti einnig með 5,5 vinning.

 

Í Stúlknameistaramótinu var keppnin engu að síður spennandi. Eins og í fyrra tóku nú 7 stelpur tóku þátt í mótinu. Keppnin stóð aðallega milli Fjölnisstúlkunnar Nansý Davíðsdóttur og TR-stúlkunnar Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur. Það var Veronika Steinunn sem kom í mark hálfum vinningi fyrir ofan Nansý og varð því Stúlknameistari Reykjavíkur 2014. Veronika Steinunn nýtti því síðasta tækifærið í þessu móti að næla sér í titilinn, þar sem hún er að klára grunnskólann í vor. Í þriðja sæti  varð síðan Sigrún Linda Baldursdóttir með 3 vinninga.

 

 

 

 

 

Í flokki 12 ára og yngri sigraði sigurvegari mótsins Vignir Vatnar, TR, þar sem hann er einungis 11 ára gamall. Í öðru sæti varð Hilmir Freyr Heimisson GM Helli og í 3. sæti  Mykhaylo Kravchuk TR.

 

 

 

 

 

 

Báðir titilarnir, Unglingameistari Reykjavíkur 2014 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2014 fóru því til Taflfélags Reykjavíkur, þeirra Vignirs Vatnars og Veroniku Steinunnar, en þess má geta að þau eru bæði ríkjandi meistarar sins taflfélags (Unglingameistari TR 2013 og Stúlknameistari TR 2013).

 

Flestir keppendur mótsins komu frá Taflfélagi Reykjavíkur eða 19. Keppendur frá Helli voru 5, 2 frá Fjölni og 6 keppendur voru utan félaga.

 

 

Fyrstu þrjú sætin í hverjum verðlaunaflokki skipuðu eftirfarandi keppendur:

 

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur:

1. Vignir Vatnar Stefánsson, TR, 6,5 v. Unglingameistari Reykjavíkur 2014.:
2. Hilmir Freyr Heimisson, GM Helli 6 v.
3. Dawid Kolka, GM Helli 5,5 v.

Stúlknameistaramót Reykjavíkur:

1. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, TR, 4 v.  Stúlknameistari Reykjavíkur 2014.
2. Nansý Davíðsdóttir, Fjölni, 3,5 v.
3. Sigrún Linda Baldursdóttir, 3 v.

Í flokki 12 ára og yngri (fædd 2001 og síðar).

1.  Vignir Vatnar Stefánsson, TR, 6,5.v.

2.  Hilmir Freyr Heimisson, GM Helli, 6 v.
3.  Mykhaylo Kravchuk, TR, 5 v.

Heildarúrslit:

 1. Vignir Vatnar Stefánsson, TR, 6,5 v.
 2. Hilmir Freyr Heimisson, GM Helli, 6 v.
 3. Dawid Kolka, GM Helli, 5,5 v.
 4. Björn Hólm Birkisson, TR, 5 v.
 5. Mykhaylo Kravchuk, TR, 5 v.
 6. Bárður Örn Birkisson, TR, 5 v.
 7. Jakob Alexander Petersen, TR, 4,5 v.
 8. Joshua Davíðsson, Fjölni, 4,5 v.
 9. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, TR, 4 v.
 10. Davíð Dimitry Indriðason, TR, 4 v.
 11. Mikael Maron Torfason, 4 v.
 12.  Halldór Atli Kristjánsson, GM Helli, 4 v.
 13. Ólafur Örn Olafsson, TR, 4 v.
 14. Jón Þór Lemery, TR, 4 v.
 15.  Róbert Luu, TR, 3,5 v.
 16. Nansý Davíðsdóttir, Fjölni, 3,5 v.
 17. Sævar Halldórsson, TR, 3,5 v.
 18. Brynjar Haraldsson, GM Helli, 3 v.
 19. Aron Þór Mai, TR, 3 v.
 20. Sigrún Linda Baldursdóttir, 3 v.
 21. Eldar Sigurðarson, TR, 3 v.
 22. Adam Omarsson, GM Helli, 3 v.
 23. Alexander Oliver Mai, TR, 3 v.
 24. Guðmundur Agnar Bragason, TR, 2,5 v.
 25. Sólrún Elín Freygarðsdóttir, TR, 2,5 v.
 26. Alexander Már Bjarnþórsson, TR, 2,5 v.
 27. Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, 2,5 v.
 28. Gabríel Sær Bjarnþórsson, TR, 2 v.
 29. Freyja Birkisdóttir, TR, 2 v.
 30. Einir Ingi Guðmundsson, 2 v.
 31. Steinn Bergsson, 1 v.
 32. Tinna Björk Bergsdóttir, 0,5 v.

 

Mótshaldari var Taflfélag Reykjavíkur. Skákstjórar voru Kjartan Maack og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir sem einnig tók myndir. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á meðan mótinu stóð.

 

Pistill: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.