Vignir Vatnar Íslandsmeistari



Vignir Vatnar Stefánsson varð í gær Íslandsmeistari barna í skák í fyrsta sinn.  Tefldar voru níu umferðir í mótinu, sem fór fram í Rimaskóla, og hlaut Vignir 8 vinninga líkt og Íslandsmeistari síðasta árs, Nansý Davíðsdóttir.  Vignir hafði síðan betur gegn Nansý í afar spennandi einvígi þar sem fimm skákir þurfti til að skera úr um sigurvegara.  Það er ljóst að þarna mættust tveir af allra efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar.

 

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar Vigni Vatnari innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

  • Heildarúrslit
  • Ítarleg umfjöllun á www.skak.is