Veronika Steinunn í 2. sæti á Íslandsmóti stúlkna



TR-stúlkan, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, hafnaði í öðru sæti í yngri flokki á Íslandsmóti stúlkna sem fram fór í gær laugardag.  Veronika, sem keppti í flokki stúlkna fæddar 1997 og síðar, lauk keppni í skiptu efsta sæti með 6 vinninga af 7 ásamt Sonju Maríu Friðriksdóttur.  Veronika beið síðan lægri hlut í einvígi þeirra í milli, 2-1.

Þrjár aðrar stúlkur úr Taflfélagi Reykjavíkur tóku þátt og stóðu sig með miklum ágætum.  Donika Kolica hafnaði í 4.-9. sæti með 4 vinninga, Sólrún Elín Freygarðsdóttir í 10.-13. sæti með 3 vinninga og systir hennar, Halldóra Freygarðsdóttir, í 14. sæti með 1,5 vinning.

Stjórn T.R. óskar stúlkunum til hamingju með árangurinn og séstaklega er gaman að minnast á það að allar hafa þær sótt laugardagsæfingar félagsins af miklum krafti og vonandi eiga þær eftir að sjást oft við taflborðið í framtíðinni.

16 keppendur tóku þátt í mótinu sem stýrt var af Páli Sigurðssyni en öll úrslit má nálgast hér.