Veronika hafnaði í 6. sæti í Norðurlandamótinu



Veronika Steinunn Magnúsdóttir varð sjötta í sínum flokki í Norðurlandamóti stúlkna sem fram fór í Svíþjóð um helgina.  Veronika sigraði í tveimur viðureignum, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur og hlaut því 2,5 vinning í skákunum fimm.  Dýrmæt reynsla sem Veronika fékk þarna og kemur hún vafalaust sterkari til leiks í næsta mót.  Það var sænska stúlkan Rina Weinman sem sigraði í flokknum en þess má geta að Nansý Davíðsdóttir varð Norðurlandameistari í sínum flokki og óskar Taflfélag Reykjavíkur henni til hamingju með titilinn.  Þá varð Jóhanna B. Jóhannsdóttir önnur í sínum flokki og því geta Íslendingar vel við unað en alls tóku sex keppendur þátt fyrir Íslands hönd.

  • Chess-Results