Verðlaunaafhending WOW air mótsins fer fram í kvöldWOW air mótinu – Vormóti Taflfélags Reykjavíkur lauk í gærkvöldi með öruggum sigri stórmeistarans Hjörvars Steins Grétarssonar sem hlaut 6,5 vinning. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson hafnaði í öðru sæti með 5 vinninga og jafnir í 3.-4. sæti með 4,5 vinning voru stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson.Í B flokki sigraði Magnús Pálmi Örnólfsson með 5,5 vinning en Kjartan Maack, Hrafn Loftsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Gauti Páll Jónsson komu næstir með 4,5 vinning.Verðlaunaafhending fer fram í kvöld, þriðjudag, og hefst kl. 20. Keppendur og aðrir eru hvattir til að mæta og upplifa stemninguna í Skákhöll TR að Faxafeni 12.

Nánari umfjöllun er væntanleg.

  • Úrslit, staða og pörun: A flokkur B flokkur
  • Skákir: 1 2 3 4 5 6 7
  • Myndir
  • Wow air mótið