Varaformaður TR gifti sig í dagVaraformaður T.R., Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, gekk að eiga Jóhann Hjört Ragnarsson, mógul þeirra T.G.inga, í dag. Athöfnin fór fram í Garðakirkju á Álftanesi, en veislan í sal T.R. í Faxafeni.

Myndir frá veislunni munu berast síðar frá hirðljósmyndara kvennalandsliðsins, en þangað til verður að nægja mynd frá því í áramótaveislu kvennalandsliðsins og sérlega útvalinna gestaleikmanna.