Tveir heimsmeistarar í TRÍslandsmeisturum Taflfélags Reykjavíkur hefur borist góður liðsauki. Tveir félagar úr heimsmeistaraliði Salaskóla, þeir Birkir Karl Sigurðsson 12 ára
og Páll Andrason 13 ára, hafa ákveðið að ganga til liðs við TR.
Þessir ungu afrekspiltar eru nýkrýndir skólaskákmeistarar Kópavogs,
Birkir Karl í yngri flokki og Páll í eldri flokki. Taflfélagið býður þessa drengi hjartanlega velkomna í félagið og
vonast til að þeir vaxi og dafni vel sem skákmenn og góðir drengir
innan veggja félagsins. (Mynd: Salaskólasveitin. 2 komnir, þrjú eftir!)