Torfi Leósson sigraði á Grand Prix mótinu 1. maí



Fimmtudagskvöldin í Skákhöllinni eru lífleg. Viðureignir með sjö mínútna umhugsunartíma verða oft snarpar og býsna skemmtilegar. Engin undanteknig var á þessu á Grand Prix mótinu 1. maí.

Að þessu sinni voru tefldar níu umferðir og fór Torfi Leósson með sigur af hólmi og hlaut átta vinninga. Í öðru sæti varð Jorge Fonseca með 7½ og jafnir í þriðja sæti urðu þeir Magnús
Kristinsson og Kiddi Videó með 6 vinninga.

Helgi Árnason úr Fjölni koma vanda með Grand Prix könnuna góðu sem fellur í hlut sigurvegarans hverju sinni og Óttar Felix Hauksson úr TR afhenti tónlistarverðlaun í mótslok.

Grand Prix mótaröðinni verður fram haldið út maímánuð og verður lokakvöldið fimmtudagskvöldið 29. maí. Efstur á stigum í mótaröðinni eftir áramót er Arnar E. Gunnarsson.