Tólf TR-ingar taka þátt í Rvk open



Tólf meðlimir Taflfélags Reykjavíkur eru meðal þátttakenda á Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í dag.  Alls eru 110 keppendur skráðir til leiks og er Úkraínski stórmeistarinn, Alexander Areshchenko (2673), þeirra stighæstur en stigahæstur Íslendinga er stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2563).

Hér má sjá lista yfir þá TR-inga sem taka þátt en í fyrstu umferð sigruðu Hannes, Þröstur og Guðmundur en aðrir töpuðu, þ.á.m. Stefán óvænt fyrir hinum unga og efnilega Haukamanni, Sverri Þorgeirssyni.

  • SM Hannes Hlífar Stefánsson (2563)
  • AM Stefán Kristjánsson (2472)
  • SM Þröstur Þórhallsson (2442)
  • FM Guðmundur Kjartansson (2365)
  • Björn Jónsson (2012)
  • Hörður Garðarsson (1951)
  • Kristján Örn Elíasson (1940)
  • Frímann Benediktsson (1939)
  • Víkingur Fjalar Eiríksson (1882)
  • Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1775)
  • Páll Andrason (1564)
  • Birkir Karl Sigurðsson (1355)

Önnur umferð fer fram á morgun, miðvikudag, og hefst kl. 16 en teflt er í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins og heimasíðu Skáksambands Íslands.