Þröstur með fullt húsÞegar þetta er ritað hefur Þröstur Þórhallsson (2461), stórmeistari í T.R., unnið allar þrjár skákir sínar í Politiken mótinu, sem fram fer í Danmörku. Í dag sigraði hann Jesper Schultz-Pedersen frá Danmörku (2204). Guðmundur Kjartansson (2306) tapaði fyrir bandaríska stórmeistaranum Nick de Firmian, en skákum Sverris Norðfjörðs og Arons Inga Óskarssonar er ólokið, þegar síðast fréttist.

Nánar verður greint frá gangi mála á morgun, en einnig má leita frétta á www.skak.is