Þrír leiða í a-flokki – Helgi með fullt hús í b-flokkiÞriðja umferð Haustmóts TR fór fram í kvöld.  Öllum skákum a-flokks lauk með jafntefli nema einni þar sem Jón Árni Halldórsson lagði Þór Valtýsson.  Í b-flokki heldur Helgi Brynjarsson áfram góðu gengi og er enn efstur með fullt hús eftir sigur á Sigurjóni Haraldssyni.  Ólafur Gísli Jónsson leiðir í c-flokki, Barði Einarsson leiðir d-flokk og í e-flokki eru Hjálmar Sigurvaldason og Páll Andrason efstir og jafnir með fullt hús.

Öll úrslit og stöðu má nálgast á Chess-Results.

Skákir Haustmótsins má finna hér.

Fjórða umferð verður tefld næstkomandi sunnudag og hefst kl. 14.