Þrír efstir og jafnir í ÖðlingamótinuAð loknum fjórum umferðum í Öðlingamótinu eru alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason, sigurvegari síðasta árs Þorvarður Ólafsson og Hrafn Loftsson efstir og jafnir með 3,5 vinning.  Sævar sigraði Magnús Kristinsson í þriðju umferð og Vigfús Vigfússon í þeirri fjórðu á meðan Þorvarður lagði Jóhann Ragnarsson og gerði jafntefli við Sigurð Daða Sigfússon en Hrafn hafði betur gegn Ólafi Gísla Jónssyni og Þór Valtýssyni.

Sigurður Daði og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir koma næst með 3 vinninga en Sigurlaug hefur hafið mótið mjög vel.  Í fimmtu umferð, sem fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld, mætast m.a. Þorvarður og Hrafn, Sævar og Sigurður Daði sem og hjónakornin Sigurlaug og Jóhann.

  • Chess-Results
  • Skákir