Þorvarður Fannar í T.R.Þorvarður Fannar Ólafsson (2266) er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur.  Þorvarður, sem var síðast í Víkingaklúbbnum og þar áður Haukum, er skákiðkendum að góðu kunnur enda hefur hann verið fastur gestur í íslensku mótahaldi um árabil.  Það er mikill styrkur fyrir félagið að fá Þorvarð í lið með sér en þess má geta að Þorvarður hefur náð góðum árangri að undanförnu og hefur hækkað um 120 ELO stig á rúmu ári.  Þá er hann Öðlingameistari síðustu tveggja ára og hefur því sigrað í sínum tveimur fyrstu Öðlingamótum.  Þorvarður hefur að auki tekið þátt í Landsliðsflokki í Íslandsmótinu í skák.

 

 

Taflfélag Reykjavíkur býður Þorvarð Fannar velkominn í félagið og hlakkar til að berjast með honum í Íslandsmóti skákfélaga næstkomandi haust.