Þátttaka TR í seinni hluta Íslandsmóts skákfélagagpjGauti Páll Jónsson framreiðir hér ritmál um þátttöku Taflfélags Reykjavíkur á nýafstöðnu Íslandsmóti.

Taflfélag Reykjavíkur sendi liðin sín sjö til leiks á ný á Íslandsmót skákfélaga dagana 3.-5. mars. Mótið var haldið við góðar aðstæður í Rimaskóla eins og svo oft áður. A og b-liðin voru bæði í mikilli baráttu í fyrstu deild. A-liðið upp á að vinna mótið og b-liðið í fallbaráttunni. Svo fór að Skákfélagið Huginn sigraði með gríðarlega sterku liði og 57.5 vinningum en TR-a var með þremur vinningum færra og fékk annað sætið, annað tímabilið í röð. TR-ingar stilltu upp heimavarnarliðinu öfluga með stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson í broddi fylkingar. Huginn notaði hins vegar tvo sterka erlenda stórmeistara í næstum öllum umferðunum sem höluði inn 14.5 vinningum. Björn Þorfinnson hlaut flesta vinninga fyrir TR eða 8.5 vinninga af 9 en hann tefldi á neðri borðunum. Liðið var að mestu skipað sterkum alþjóðlegum meisturum. Í b-liðinu stóð Vignir Vatnar Stefánsson sig best og hlaut 5 vinninga af 9. Vignir og Björgvin Víglundsson tefldu allar skákirnar. Liðið var skipað mönnum af öllum aldurshópum og í kring um stigabilið 2000-2200. B-liðið féll niður með b-sveit SA en mun að öllum líkindum fljúga aftur upp að ári ef eitthvað má marka árangur c-liðsins.

Mot1-12

Í annari deild var hið grjótharða c-lið mætt en þeir unnu þriðju deildina árið áður. Það er ábyggilega langt síðan c-liðið hefur verið svona sterkt en nú eru unglingar félagsins smám saman að hífa sig í efri sveitir, styrkja þær, á sama tíma og þeir ýta öðrum sterkum skákmönum neðar. Í c-liðinu voru öflugu tvíburarnir Björn Hólm og Bárður Örn mættir en Bárður náði 5 vinningum af 7. Jon Olav Fivelstad tefldi einnig allar skákirnar og fékk 3.5 vinning. Halldór Pálsson kom virkilega sterkur inn í seinni hlutanum og vann sínar þrjár skákir. Formaður TR var í c-liðinu og er ennþá með yfir 2000 stig. Hann er þar með gjaldgengur á Wow air mótið í vor. Það var lið Skákfélags Reykjanesbæjar sem sigraði í annari deild og okkar menn enduðu í öðru sæti með 26 vinninga. Það þýðir að c-liðið á keppnisrétt í fyrstu deild næsta tímabil sem er afar sjaldséð og furðulegt. C-liðið mætir galvaskt í fyrstu deildina í haust og fer undir eðlilegum kringumstæðum niður aftur svo það verði nú pláss fyrir b-liðið.

Mot1-11

Í þriðju deild var TR með tvö lið, d og e. D liðið slátraði fjórðu deildinni árið áður enda nokkrum númerum of stórt fyrir hana. Svo kom á daginn að d-liðið var í bullandi baráttu í að komast upp í aðra deild. Liðið var í fjórða sæti fyrir seinni hlutann en endaði í þriðja sæti. Eftir að hafa gengið upp og ofan var það stórsigur í seinustu umferð gegn skemmtilegu liði SA-c sem tryggði þriðja sætið, 5-1. Það dugar þó ekki upp í aðra deild því bara efstu tvö liðin fara upp. Það voru Vinaskákfélagið-a og Fjölnir-b. Vinaskákfélagið vann allar sínar viðureignir. Eggert Ísólfsson tefldi allar skákirnar sínar með d-liðinu, auk undirritaðs en Veronika Steinunn Magnúsdóttir var á fyrsta borði og tefldi allar nema seinustu þegar hún var með c-liðinu. Eggert skilaði inn flestum vinningum eða 4.5. E-liðið var skipað fullorðnum í bland við krakka á stigabilinu 1500-1800. E liðið hafði farið upp vegna forfalla annara liða og var ekki alveg nógu sterkt í bili fyrir þriðju deildina. E liðið fór niður í þá fjórðu með e-liði Hugins og b-liði Víkingaklúbbsins. Aron Þór Mai og Róbert Luu tefldu í öllum umfeðrunum með E-liðinu og stóðu sig vel. Aron fékk 4.5 vinning og hækkar á stigum fyrir það. Líklegast munu nokkrir e-liðsmenn færast ofar í haust enda í mikilli framför.

Mot1-22

Í fjórðu deildinni voru tvö unglingalið, a og b. B-liðið stóð sig betur en a-liðið í þetta skiptið og lenti í 5 sæti. Það eru þrjú lið sem komast upp úr fjórðu deildinni en það voru Vinaskákfélagið b-sveit, Skákeild Breiðabliks og Hrókar alls fagnaðar. Með b-liðinu fékk Arnar Hreiðarsson 4 vinninga af 5 og hækkar um heil 72 stig. Björn Magnússon tefldi allar skákirnar 7 með b-liðinu og fékk 4 vinninga. A-liðið var ekki í sínu besta formi þetta árið og lenti í 8 sæti. Þorsteinn Magnússon og Freyja Birkisdóttir tefldu á fyrstu tveimur borðunum. Þau eru oft skipuð nokkuð sterkum skákmönnum í fjórðu deildinni. Jason Andri Gíslason hlaut fjóra vinninga af 5 með a-liðinu. Unglingaliðin mæta sterkari á næsta ári og kannski fer annað þeirra upp í þriðju deildina. Það væri frekar dæmigert ef b-liðið gerði það.

Mot1-13

Liðsmenn TR geta verið stoltir af frammistöðu sinni þessa stóru skákhelgi. Félagið hlýtur að vera að gera eitthvað rétt þegar augljós endurnýjun á sér stað á hverju ári þar sem liðin styrkjast og yngjast. Þolinmæðin skilar sér. Titillinn mun koma aftur í TR, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær.

Mot1-15

Við í TR viljum koma á framfæri þökkum til okkar dyggu liðsmanna fyrir þátttökuna í þessari miklu skákveislu. Við mætum galvösk til leiks í haust!

ungl ab