Tap hjá Guðmundi í áttundu umferðAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir heimamanni (2327) í áttundu umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Barcelona.  Guðmundur er með 5 vinninga í 45.-84. sæti og mætir öðrum heimamanni (2259) í níundu og næstsíðustu umferðinni sem hefst í dag kl. 14.30.  Mikil spenna er á toppnum þar sem sjö stórmeistarar og einn alþjóðlegur meistari eru efstir og jafnir með 6,5 vinning en tólf keppendur hafa 6 vinninga.

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results